Home » Fréttir » Rökrætt um Landsdóm og ákæruvald Alþingis

Rökrætt um Landsdóm og ákæruvald Alþingis

Landsdómur: Fyrsti dagurinn | RÚVGeir H. Haarde er eini íslenski ráðherrann sem hefur verið dregin fyrir landsrétt. Mynd RÚV

Á rökræðufundinum um breytingar á stjórnarskránni sem haldinn var í nóvember voru mörg atriði sem tengjast þeim greinum stjórnarskrárinnar sem nú eru í umsagnarferli í Samráðsgátt stjórnvalda rædd.

Ein þeirra spurninga sem þátttakendur svöruðu fyrir og eftir umræðurnar var þessi; Alþingi á ekki að hafa vald til að ákæra ráðherra og Landsdóm skal leggja niður.
Fyrir umræðurnar voru 24% þátttakenda frekar, mjög eða fullkomlega sammála því að afnema ákæruvald Alþingis 59% Eftir umræðurnar hafði þetta nánast snúist við og 55% þátttakenda vildi afnema ákæruvald Alþingis og leggja Landsdóm niður. Aðeins 32% töldu rétt að halda þessu fyrirkomulagi áfram.

Það komur á óvart að fyrir fundinn var töluverður munur á viðhorfum til þessa máls eftir kyni. Fyrir fund töldu 75% kvenna að Alþingi ætti að halda ákæruvaldinu og Landsómur ætti áfram að vera við líði, en það hlutfall lækkaði niður í 36% eftir umræðurnar. Hinsvegar voru aðeins 48% karla á þessari skoðun fyrir umræðurnar og en 28% eftir fund.

Ljóst var af umræðunum að almenningur hefur áhyggjur af pólitískum áhrifum og misnotkun á ákæruvaldi Alþingis og Landsdómsfyrirkomulaginu. Þátttakendur notu oft orðið „farsi“ yfir landsdómsréttarhöldin yfir Geir Haarde og ljóst að reynslan af aðdraganda þeirra og réttarhöldunum sjálfum hafði mikil áhrif. Því er ljóst á niðurstöðum rökræðufundarins að það er ríkur vilji til þess að ákæruvaldi í málefnum sem snúa að ráðherraábyrgð verði fundinn nýr og ópólitískur farvegur.


Leave a comment

The DCD Podcast

Hlaðvarpið Lýðræðisleg stjórnarskrárgerð

Myndir frá rökræðufundinum