Home » Spurt og svarað um stjórnarskrána » Getur Alþingi sem nú situr lögfest nýju stjórnarskrána?

Getur Alþingi sem nú situr lögfest nýju stjórnarskrána?

Stutta svarið við spurningunni er einfaldlega nei. Alþingi sem nú situr getur ekki lögfest „nýju stjórnarskrána“. Alþingi getur hins vegar samþykkt frumvarp Stjórnlagaráðs eins og hvert annað frumvarp, sé meirihluti fyrir því á Alþingi. Ef til þess kæmi þyrfti síðan að rjúfa þing og boða til kosninga. Ef frumvarpið ætti að taka gildi þyrfti hið nýkjörna þing einnig að samþykkja það.

Alþingi sem nú situr getur ekki lögfest „nýju stjórnarskrána“. Það getur hins vegar samþykkt frumvarp stjórnlagaráðs, eins og hvert annað frumvarp, sé meirihluti fyrir því á Alþingi.

Það sama gildir ef gera ætti breytingar á stjórnarskrá Íslands, þær fara fram í tveimur lotum, eins og hægt er lesa meira um í svari við spurningunni Hvernig er stjórnarskránni breytt og er hægt að finna betri leið til þess?

Mynd:


Leave a comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

The DCD Podcast

Hlaðvarpið Lýðræðisleg stjórnarskrárgerð

Myndir frá rökræðufundinum