Home » Fréttir » Málþing, Stjórnarskráin: Hvað næst?

Málþing, Stjórnarskráin: Hvað næst?

Þann 20. október verða 10 ár liðin frá því að fram fór ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla um tillögur Stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá sem ráðið hafði afhent Alþingi 29. júlí 2011. 

Kjósendur voru spurðir hvort þeir vildu „leggja tillögur Stjórnlagaráðs til grundvallar nýrri stjórnarskrá“ auk þess sem spurt var sérstaklega um afstöðu til fimm atriða, þar á meðal hvort þar skyldi vera ákvæði um að auðlindir væru lýstar þjóðareign.

Þrátt fyrir að ríflega tveir þriðju þeirra sem greiddu atkvæði styddu að að tillögur Stjórnlagaráðs yrðu lagðar til grundvallar nýrri stjórnarskrá lauk kjörtímabili Alþingis án þess að það tæki afstöðu til þess hvort tillögurnar yrðu lagðar til grundvallar og á þeim tíu árum sem liðin eru hafa allar tilraunir til að bæta við mikilvægum ákvæðum í núgildandi stjórnarskrá hafa farið út um þúfur.

Á málþinginu Íslenska stjórnarskráin: Hvað næst verður fjallað um pattstöðu stjórnarskrármálsins, spurt hvað læra megi af gangi þess hingað til og hvort, og þá hvernig rjúfa megi pattstöðuna.

Málþingið fer fram í Veröld, í Auðarsal þann 20. október og hefst kl 12:00

Dagskrá:

12.00-13.40 (á ensku)

Fyrsti huti: Hvað er hægt að læra af tilraunum til að breyta stjórnarskránni?

  • Ólöf Garðarsdóttir, forseti Hugvísindasviðs Háskóla Íslands, opnar málþingið.
  • Catherine Dupré, Exeter háskóli: Icelandic Constitutional Reform: lessons and reflections
  • Jón Ólafsson, Háskóli Íslands: Voice of the people, power of the people: On the impact (or non-impact) of public deliberation on constitutional design
  • Ragnar Hjálmarsson, Háskóli Íslands: The Icelandic constitutional process as a reaction to crisis

14.00-15.40 (á ensku)

Annar hluti: Horfur í stjórnarskrármálum á Íslandi og víðar

  • Stefanía Óskarsdóttir, Háskóli Íslands: Political context of constitutional change: institutions, political strategies and interests
  • Kári Hólmar Ragnarsson, Háskóli Íslands: Elements of a way forward for Icelandic constitutional reform
  • Andy Carl, sjálfstæður ráðgjafi: Constitution making in comparative contexts of conflict – paying attention to process

16.00-17.15 (á íslensku)

Þriðji hluti: Hringborðsumræður um sigra og ósigra fortíðarinnar: Aftur á tíunda áratuginn. Hversvegna var hægt að breyta stjórnarskránni þá en ekki nú?

Guðmundur Árni Stefánsson, Kristín Ástgeirsdóttir, Arndís Anna Kristínar Gunnarsdóttir, Jóhann Páll Jóhannsson, Guðrún Hafsteinsdóttir.

The DCD Podcast

Hlaðvarpið Lýðræðisleg stjórnarskrárgerð

Myndir frá rökræðufundinum