Home » Articles posted by Sævar Finnbogason

Author Archives: Sævar Finnbogason

Framtíð rökræðunnar

Rannsóknasetrið EDDA við Háskóla Íslands stendur fyrir alþjóðlegri ráðstefnu sem nefnist „The Future of Deliberation. Exploring Political, Social and Epistemic Control“. Ráðstefnan fer fram 3. júní í Veröld – Húsi Vigdísar við Háskóla Íslands og markar lok rannsóknaverkefnisins Lýðræðisleg stjórnarskrárgerð sem hlaut öndvegisstyrk frá Rannsóknamiðstöð Íslands (Rannís) og er leitt af Jóni Ólafssyni

Vonin um að rökræður og samræður almennings ásamt aukinni beinni þátttöku almennings í stefnumótun og ákvörðunum muni leiða til víðtækra umbóta á sviði lýðræðis hefur verið áberandi síðustu ár og áratugi. Hugmyndin um að rökræðan ryðji brautina til lýðræðislegrar endurnýjunar burt frá þeirri krísu sem virðist hrjá lýðræðið nú, hefur verið einn meginkjarni umræðna um lýðræðiskenningar og lýðræðisnýjungar. En þrátt fyrir mikið grasrótarstarf og ríkan áhuga á lýðræðislegum umbótum á alþjóðlegum vettvangi virðist hið öfuga hafa gerst. Tilhneigingar til að beita ógnarstjórn hafa aukist, jafnvel innan landamæra þeirra ríkja sem búa við rótgrónastar hefðir fulltrúalýðræðis. Á sama tíma eflist popúlismi eins og púkinn á fjósbitanum í löndum sem lengi hafa ræktað velferðarkerfi og pólítískan jöfnuð. Á ráðstefnunni verður rýnt í framtíð rökræðunnar í pólitísku samhengi dagsins í dag, lýðræðisnýjungar verða ræddar með gagnrýnum hætti, þar á meðal sjálf hugsjón rökræðunnar.

Dagskrá ráðstefnunnar má nálgast á heimasíðu EDDU: https://edda.hi.is/the-future-of-deliberation-exploring-political-social-and-epistemic-control/

Hvað næst? Frá málstofu í tilefni af því að 10 ár eru liðin frá þjóðaratkvæði um drög Stjórnlagaráðs

Þann 20 október 2022 stóð Lýðræðisleg stjórnarskrárgerð fyrir áhugaverðri málstofu með þáttöku fræðasamfélagsins og fyrrverandi og núverandi þingmanna. Tekist var á við spurningar sem snúa að því hvers vegna allar tilraunir til þess að breyta stjórnarskrá lýðveldisins frá hruni hafa strandað á skeri og spurt hvað er til ráð til ráða. Hvað gerðist og hvað gerum við næst? Erindin á málstofunni voru flutt á ensku en hringborðsumræður fóru fram á Íslensku.
Hægt er að horfa á málstofuna í heild eða fylgja tenglunum hér að neðan til þess að fara beint á einstaka dagskrárliði.

00:00 Ólöf Garðarsdóttir, forseti Hugvísindasviðs Háskóla Íslands, opnar málþingið. 
03:58 Catherine Dupré, Exeter háskóli: Icelandic Constitutional Reform: lessons and reflections 
37:02 Jón Ólafsson, Háskóli Íslands: Voice of the people, power of the people: On the impact (or non-impact) of public deliberation on constitutional design 
52:28 Ragnar Hjálmarsson, Háskóli Íslands: The Icelandic constitutional process as a reaction to crisis 
1:25:08 Q&A

Session 2 intro 
1:39:07 Stefanía Óskarsdóttir, Háskóli Íslands: Political context of constitutional change: institutions, political strategies and interests 
2:09:05 Kári Hólmar Ragnarsson, Háskóli Íslands: Elements of a way forward for Icelandic constitutional reform 
2:24:36 Andy Carl, sjálfstæður ráðgjafi: Constitution making in comparative contexts of conflict – paying attention to process 
2:53:07 Q&A Session 3 (á íslensku / In Icelandic) 

3:21:59 Hringborðsumræður um sigra og ósigra fortíðarinnar: Aftur á tíunda áratuginn. Hversvegna var hægt að breyta stjórnarskránni þá en ekki nú? Guðmundur Árni Stefánsson, Kristín Ástgeirsdóttir, Arndís Anna Kristínar Gunnarsdóttir, Jóhann Páll Jóhannsson, Guðrún Hafsteinsdóttir

Stjórnarskrár og lýðræði

Joel Colón-Ríos er prófessor í lögfræði Victoria University

Joel Colon-Rios flytur erindi á vegum rannsóknarverkefnisins Lýðræðisleg stjórnarskrárgerð. Erindið verður flutt á ensku og nefnist á frummálinu Constitutionalism and Democracy: A Tension Revisited

Lengi var togsreyta stjórnarskrárhyggju og lýðræðis. Í samtímanum er hinsvegar venjulega litið á þetta sem tvær hliðar á sama peningi. Þessu jafnvægi er nú ógnað í ýmsum lýðræðisríkjum af aukinni skautun og populískri forræðishyggju. Í erindinu, sem nefnist Constitutionalism and Democracy: A Tension Revisited, færir Colon-Rios rök fyrir því að við endurvekjum umræðuna um tilgang stjórnarskrár og lýðræðis með það fyrir augum að auka áhrif almennings.

Joel Colón-Ríos er prófessor í lögfræði Victoria University í Wellington og er meðal annars höfundur bókana: Constituent Power and the Law (OUP 2020) og Weak Constitutionalism: Democratic Legitimacy and the Question of Constituent Power (Routledge 2012). 

Fyrirlesturinn fer fram í Auðarsal í Veröld – húsi Vigdísar, þriðjudaginn 25. október kl. 16:00-18:00. 

Hér má lesa úrdráttinn

Constitutionalism and Democracy: A Tension Revisited

Abstract

There is an old debate in constitutional theory about the relationship between constitutionalism and democracy. The debate is a result of an unresolved tension between these ideals: constitutionalism has historically been conceived as been about the limitation of political power through constitutional forms, and democracy about the unlimited right of peoples to live under any rules (constitutions included) they want. During the 18th and 19th centuries, the debate was largely about whether present generations should be bound to constitutions adopted in the distant past. In the 20th century, it focused on the question of whether giving judges the power of reviewing the constitutionality of legislation and of striking down offending statutes was consistent with democracy. These two debates were largely resolved in favour of constitutionalism: democracy and constitutionalism were usually presented as two sides of the same coin, as one incapable of existing without the other. 

In other words, there was no need of re-balancing these ideals: no major changes in our institutions were necessary, novel forms of democratic governance and of constitutional re-making would simply put constitutional rights at risk. The present wave of authoritarianism, which involves a crisis of both democracy and constitutionalism, shows, at the same time, the shortcomings and renewed relevance of that debate. On the one hand, discussions about the democratic legitimacy of judicial review of legislation now seem beside the point. On the other, a re-balancing of the relationship between these two ideals through the establishment of mechanisms that allow for the popular contestation of traditional constitutional forms appears more urgent than ever. Proceeding in this way requires us to revisit the early stages of the debate (where this type of discussion was present) and, I will suggest, to reconceive constitutions’ purpose as that of facilitating popular self-government.

Málþing, Stjórnarskráin: Hvað næst?

Þann 20. október verða 10 ár liðin frá því að fram fór ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla um tillögur Stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá sem ráðið hafði afhent Alþingi 29. júlí 2011. 

Kjósendur voru spurðir hvort þeir vildu „leggja tillögur Stjórnlagaráðs til grundvallar nýrri stjórnarskrá“ auk þess sem spurt var sérstaklega um afstöðu til fimm atriða, þar á meðal hvort þar skyldi vera ákvæði um að auðlindir væru lýstar þjóðareign.

Þrátt fyrir að ríflega tveir þriðju þeirra sem greiddu atkvæði styddu að að tillögur Stjórnlagaráðs yrðu lagðar til grundvallar nýrri stjórnarskrá lauk kjörtímabili Alþingis án þess að það tæki afstöðu til þess hvort tillögurnar yrðu lagðar til grundvallar og á þeim tíu árum sem liðin eru hafa allar tilraunir til að bæta við mikilvægum ákvæðum í núgildandi stjórnarskrá hafa farið út um þúfur.

Á málþinginu Íslenska stjórnarskráin: Hvað næst verður fjallað um pattstöðu stjórnarskrármálsins, spurt hvað læra megi af gangi þess hingað til og hvort, og þá hvernig rjúfa megi pattstöðuna.

Málþingið fer fram í Veröld, í Auðarsal þann 20. október og hefst kl 12:00

Dagskrá:

12.00-13.40 (á ensku)

Fyrsti huti: Hvað er hægt að læra af tilraunum til að breyta stjórnarskránni?

  • Ólöf Garðarsdóttir, forseti Hugvísindasviðs Háskóla Íslands, opnar málþingið.
  • Catherine Dupré, Exeter háskóli: Icelandic Constitutional Reform: lessons and reflections
  • Jón Ólafsson, Háskóli Íslands: Voice of the people, power of the people: On the impact (or non-impact) of public deliberation on constitutional design
  • Ragnar Hjálmarsson, Háskóli Íslands: The Icelandic constitutional process as a reaction to crisis

14.00-15.40 (á ensku)

Annar hluti: Horfur í stjórnarskrármálum á Íslandi og víðar

  • Stefanía Óskarsdóttir, Háskóli Íslands: Political context of constitutional change: institutions, political strategies and interests
  • Kári Hólmar Ragnarsson, Háskóli Íslands: Elements of a way forward for Icelandic constitutional reform
  • Andy Carl, sjálfstæður ráðgjafi: Constitution making in comparative contexts of conflict – paying attention to process

16.00-17.15 (á íslensku)

Þriðji hluti: Hringborðsumræður um sigra og ósigra fortíðarinnar: Aftur á tíunda áratuginn. Hversvegna var hægt að breyta stjórnarskránni þá en ekki nú?

Guðmundur Árni Stefánsson, Kristín Ástgeirsdóttir, Arndís Anna Kristínar Gunnarsdóttir, Jóhann Páll Jóhannsson, Guðrún Hafsteinsdóttir.

Málstofa um rökræðulýðræði og þátttöku á Hugvísindaþingi

Lýðræðisleg stjórnargerð tekur þátt í Hugvísindaþingi 2022 með málstofunni Rökræður, þátttaka, meðtalning: Lykilatriði lýðræðis, sem hefst kl 13:00 á laugardaginn 12. mars, en þingið sjálft verður sett kl 13 föstudaginn 11. mars.

Í málstofunni er sjónum beint að merkingu lýðræðishugtaksins og spurt annars vegar um nauðsynleg skilyrði lýðræðis, hins vegar um lýðræðislegt lögmæti. Sérstaklega er litið til þriggja þátta lýðræðislegs stjórnarfars sem mikið hefur verið fjallað um á undanförnum árum: Rökræður (e. deliberation), þátttöku (e. participation) og meðtalningu (e. inclusion). Hugmyndin um rökræðulýðræði á sér talsverða sögu og hafa talsmenn þess meðal annars reynt að sýna fram á hvernig gæði þeirrar rökræðu sem lýðræðislegar stofnanir stuðla að sé mikilvægasta stoð lýðræðislegra ákvarðana. En á undanförnum árum hefur þátttakan sjálf líka verið sett í öndvegi, þegar því er haldið fram að lýðræði þarfnist miklu meiri og almennari borgaraþátttöku en hið hefðbundna fulltrúalýðræði gefur kost á. Loks hefur vandi meðtalningarinnar fengið aukið vægi í umræðunni þar sem bent er á að almenningsþátttaka sem slík tryggi ekki aðkomu minnihluta- og jaðarhópa – eða hópa sem standa í einhverjum skilningi veikar en aðrir eða ráðandi hópar. Fyrirlesarar í málstofunni ræða um spurningar um lýðræði sem hver þessara þátta vekur og reyna að greina vægi þeirra til að skýra lýðræðishugtakið. Því er meðal annars haldið fram að rökræðan sem slík geti ekki tryggt gæði ákvarðana og þaðan af síður hnekkt sérhagsmunum. Einnig geti mörg form almenningsþátttöku grafið undan lýðræðislegri ábyrgð og skapað efasemdir um lögmæti ákvarðana.

kl. 13.00-14.30 í stofu 311 í Árnagarði

Jón Ólafsson: Deliberation: Quality vs. Diversity as a measure of democracy
Sævar Finnbogason: From Technocracy to Technopopulism
Milica Minic: Meaningful Participation as a Site of (Productive) Tension: Citizen Engagement and Democratic Accountability

15.00-16.30 í stofu 311 í Árnagarði

Jeremias Schledorn: What you Represent: The Politics of Representation and the Moral Problem of Redescription
Katrín Oddsdóttir: Democratic Constitutionalism and the Icelandic Constitutional Process
Valgerður Björk Pálsdóttir: When deliberative events are disregarded in the political decision-making process: Motivations, attitudes and actions of elected representatives in Iceland

Úrdrætti erindanna og nánari upplýsingar um hugvísindaþingið má sjá hér.

Þátttaka í áhugaverðri netráðstefnu

Jón Ólafsson og Salvör Norðdal verða meðal fyrirlesara á áhugaverðri netráðstefnu sem fram fer þann 28. September í samvinnu við Polish Institute for Human Rights and Business (PIHRB). Ráðstefnan fjallar um rökræðu- og þátttökulýðræði í víðu samhengi. Framlag þeirra til ráðstefnunnar nefnist Icelandic inspirations – social dialogue in Iceland og fjallar um þróun lýðræðislegrar þátttöku og rökræðulýðræðis í íslensku samfélagi frá efnahagshruninu 2008.

Hægt er að kynna sér dagskrá ráðstefnunnar á heimasíðu PIHRB og einnig á fjésbókarsíðu viðurðarins, þar sem fólk getur skráð sig til þátttöku. Allir velkomnir.

Getur Alþingi sem nú situr lögfest nýju stjórnarskrána?

Stutta svarið við spurningunni er einfaldlega nei. Alþingi sem nú situr getur ekki lögfest „nýju stjórnarskrána“. Alþingi getur hins vegar samþykkt frumvarp Stjórnlagaráðs eins og hvert annað frumvarp, sé meirihluti fyrir því á Alþingi. Ef til þess kæmi þyrfti síðan að rjúfa þing og boða til kosninga. Ef frumvarpið ætti að taka gildi þyrfti hið nýkjörna þing einnig að samþykkja það.

Alþingi sem nú situr getur ekki lögfest „nýju stjórnarskrána“. Það getur hins vegar samþykkt frumvarp stjórnlagaráðs, eins og hvert annað frumvarp, sé meirihluti fyrir því á Alþingi.

Það sama gildir ef gera ætti breytingar á stjórnarskrá Íslands, þær fara fram í tveimur lotum, eins og hægt er lesa meira um í svari við spurningunni Hvernig er stjórnarskránni breytt og er hægt að finna betri leið til þess?

Mynd:

Hvernig er stjórnarskránni breytt og er hægt að finna betri leið til þess?

Alþingi getur breytt stjórnarskrá Íslands, en það verður að gerast í tveimur lotum. Fyrst er frumvarp um stjórnarskrárbreytingu lagt fyrir Alþingi og fjallað um það á sama hátt og önnur lagafrumvörp. Breytingin tekur hins vegar ekki gildi þó að Alþingi samþykki það. Til þess að stjórnarskrárbreyting taki gildi þarf að boða til kosninga og fyrsta verk nýs þings eftir kosningar er að greiða aftur atkvæði um frumvarpið. Samþykki Alþingi það aftur tekur breytingin gildi. Sama á við ef ný stjórnarskrá er tekin upp: Fyrst greidd atkvæði á Alþingi, svo haldnar Alþingiskosningar og því næst greidd atkvæði um nýju stjórnarskrána aftur.

Alþingi getur með sama hætti breytt breytingaákvæðum stjórnarskrárinnar – og þar með breytt því til frambúðar hvernig stjórnarskránni er breytt: Þá er lagt fram frumvarp til breytinga á stjórnarskrá um breytingaákvæði hennar. Eftir að það hefur verið samþykkt tvisvar á Alþingi með kosningum á milli, hefur stjórnarskránni verið breytt og eftir það gildir breytingaákvæði frumvarpsins.Undanfarin ár hefur sú skoðun verið áberandi að eðlilegast sé að stjórnarskránni sé ekki breytt nema fyrir liggi stuðningur almennings í þjóðaratkvæðagreiðslu, enda er það einfaldasta leiðin til að tryggja einhverja beina aðkomu almennings að stjórnarskrárbreytingum. Þjóðaratkvæðagreiðsla ein og sér felur þó ekki í sér að almenningur eigi þátt í að móta tillögur um breytingar á stjórnarskrá eða nýja stjórnarskrá. Árið 1980 fór fram þjóðaratkvæðagreiðsla í Chile um nýja stjórnarskrá og var hún samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta. En atkvæði voru greidd um plagg sem samið hafði verið bak við luktar dyr af hópi sem einræðisstjórn Pinochets skipaði. Skyldumæting var á kjörstað. Lögmæti þessarar stjórnarskrár er því takmarkað þrátt fyrir mikinn stuðning í þjóðaratkvæðagreiðslu, eins og kom í ljós í þegar Chilebúar samþykktu í þjóðaratkvæðagreiðslu í október 2020 með 78% greiddra atkvæða að kosið yrði Stjórnlagaþing og því falið að skrifa nýja stjórnarskrá Chile, sem svo yrði haldin um þjóðaratkvæðagreiðsla.

Chilebúar samþykktu í þjóðaratkvæðagreiðslu í október 2020 með 78% greiddra atkvæða að kosið yrði Stjórnlagaþing og því falið að skrifa nýja stjórnarskrá Chile, sem svo yrði haldin um þjóðaratkvæðagreiðsla.
Chilebúar hafa nýlega samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu að skrifa nýja stjórnarskrá.

Það er erfitt að fullyrða um bestu leiðina til að breyta stjórnarskránni og ekki víst að allar breytingar ættu að krefjast sama ferlis. Þannig er í frumvarpi Stjórnlagaráðs gert ráð fyrir tveimur leiðum. Annars vegar meirihlutasamþykkt þings og þjóðaratkvæðagreiðslu í kjölfar þess, hins vegar breyting í einu lagi með ákvörðun þings að því gefnu að ⅚ hlutar þingmanna styddu breytinguna. Þetta var rökstutt með því að smávægilegar breytingar kynni að vera óþarft að bera sérstaklega undir þjóðina. Í Rökræðukönnun 2019 kom hins vegar í ljós að lítill stuðningur er við slíkt ákvæði og yfirgnæfandi meirihluti taldi að alltaf ætti að bera stjórnarskrárbreytingar undir þjóðaratkvæði. Í frumvarpi til Stjórnskipunarlaga sem þingmenn Pírata, Samfylkingar og Flokks fólksins lögðu fram á þingi í október 2020 og er samhljóða frumvarpinu sem byggt var á drögum Stjórnlagaráðs og Alþingi fjallaði um 2012 til 2013, er gert ráð fyrir því að ⅗ hlutar þingmanna þurfi að samþykkja frumvarp um breytingu á stjórnarskrá, sem því næst sé lagt fyrir kjósendur í þjóðaratkvæðagreiðslu. 60% kjósenda þurfi að staðfesta frumvarpið til að breytingin taki gildi.

Þar sem almennt er viðurkennt að mikilvægt er að stjórnarskránni sé ekki jafn auðvelt að breyta og almennum lögum þarf við breytingar á stjórnarskrá að hafa í huga tvennt: Að víðari sátt sé um slíkar breytingar en birtist í einföldum meirihluta og að almenningur hafi sem mesta aðkomu að umræðum og á endanum ákvörðun um breytinguna. Það má segja að breytingaákvæði stjórnarskrár verði því í senn að vera með þeim hætti að almenningur geti greiðlega gert breytingarnar að sínum og verið þátttakandi í þeim, en um leið tryggja að ekki sé of auðvelt eða fljótgert að breyta stjórnarskránni.

Höfundar: Jón Ólafsson og Sævar finnbogason

Tilvísanir:
Stjórnaskrá Lýðveldisins Íslands, 1. mgr. 79. gr. á vef Alþingis. (Sótt 3.11.2020).

„National Plebiscite in Chile: Voters approve drawing up a new constitution and that it be done by a Constitutional Convention. What are the next steps?“ á vef International Institute for Democracy and Electoral Assistance.

Frumvarp til stjórnarskipunarlaga ásamt skýringum. Reykjavík: Stjórnlagaráð, 2011. (Sótt 3.11.2020).

Endurskoðun stjórnarskrár Íslands: niðurstöður umræðufundar 2019.Viðauki, tafla 127, bls. 33. (Sótt 3.11.2020).

Sjá frumvarp til stjórnarskipunarlaga, 151. löggjafarþing 2020–2021. (Sótt 3.11.2020).

Mynd:


Hlaðvarpið við ungt baráttufólk um nýju stjórnarskrána

Síðustu misseri hefur verið mjög lífleg umræða um stjórnarskrárbreytingar meðal ungra kjósenda. Þær Ósk Elvarsdóttir og Gunnhildur Fríða Hallgrímsdóttir hafa verið áberandi á samfélagsmiðlum og eiga að stóran þátt í því að kveikja áhuga nýrra kjósenda á „nýju stjórnarskránni“, fólks sem var margt ekki farið að fylgjast með stjórnmálum fyrir tíu árum þegar Stjórnlagaráð samdi frumvarp sitt.

Í fyrri þættinum af tveimur ræða Sævar Finnbogason og Jón Ólafsson við Ósk og Gunnhildi um baráttu þeirra; hver er galdurinn, hvernig kviknaði áhuginn og og hvers vegna er svo mikilvægt taka upp frumvarp Stjórnlagaráðs frekar en að breyta núgildandi stjórnarskrá?
Þú skoðanakannanir sýni mikinn stuðning meðal þessa aldurshóps við frumvarp Stjórnlagaráðs er líka einhver hópur sem við halda í lýðveldisstjórnarskrána og fara varlega í breytingar og í síðari þættinum verðir rætt fulltrúa SUS sem eru aðstandendur vefsins stjornarskra.com

Myndband frá ráðstefnunni um opið lýðræði

Ráðstefnan um opið lýðræði fór fram þann 4. desember og var haldin í samvinnu við skrifstofu forsætisráðherra og OECD. Málstofan hófst á umfjöllun Hélène Landemore um um nýja bók sína, Open Democracy: Reinventing popular rule for the 21st Century. Að lokinni kynningu höfundar heyrum við viðbrögð frá Salvöru Nordal, Jóni Ólafssyni og Alex Hudson. Þá fjallar Claudia Chwalisz frá The Open Government Unit hjá OECD um nýútkoma skýrslu, Innovative Citizen Participation and New Democratic Institutions: Catching the Deliberative Wave. Að lokum heyrum almennar umræður um niðurstöður skýrslunnar.

Málstofan var afar áhugaverð, bæði fyrir þá sem hafa áhuga á stjórnarskrárbreytingum á Ísland, en þó fyrst og fremst fyrir þá sem hafa áhuga á lýðræðisþróun og þátttöku almennings í stefnumótun.

The DCD Podcast

Hlaðvarpið Lýðræðisleg stjórnarskrárgerð

Myndir frá rökræðufundinum