Home » Fróðleikur » Alþjóðlegar rannsóknir á stjórnarskrám

Alþjóðlegar rannsóknir á stjórnarskrám

Á víða er að finna gagnlegt efni fyrir þá sem hafa áhuga á stjórnarskrármálum.
Hér eru nokkur dæmi um metnaðarfullar samanburðarrannsóknir sem eru aðgengilegar á vefnum.

Constitute

Connstitute er frábær vefur sem geymir gagnabanka fyrir flestra stjórnarskrár heims, og ekki aðeins þær sem eru núna í gildi heldur eldri útgáfur. Vefurinn býður upp á frábært leitarviðmót þar sem hægt er að leita eftir málefnaflokkum, löndum, ártali og margt fleira. Skyldubókamerki fyrir alla stjórnarskrárnörda og nema.

 https://www.constituteproject.org

The Comparative Constitutions Project 

The Comparative Constitutions Project, eða CCP eru samtökin sem halda úti Constitute gagnabankanum. Vefsíða samtakanna sjálfra inniheldur mikið af tenglum á rannsóknir og fréttaveitu um stjórnarskrártengd málefni. 

 https://comparativeconstitutionsproject.org

Stjórnarskrárnetið

Stjórnarskrárnetið er sérlega gagnlegur vefur fyrir alla sem eru að velta fyrir sér stjórnarskrármálum, hvort sem þeir eru þingmenn, háskóla og framhaldsskólanema (og kennara þeirra) sem eru að fjalla um stjórnarskrár. En einnig fyrir áhugafólk í samfélaginu sem vill taka þátt í að móta stjórnarskrána eða skilja viðfangsefnið betur.

Við viljum sérstaklega benda á það sem kallast Constitutional Primers. Þetta eru vandaðar samantektir þar sem tekin eru saman helstu hugtök og viðfangsefni í stjórnarskrám og þau útskýrð og sett í samhengi með vísan til mismunandi stjórnarskráa.

http://constitutionnet.org/primers

Það má líka benda þessi stuttu myndbönd sem Stjórnarskrárnetið hefur gert og eru alveg tilvalið kennsluefni.

http://constitutionnet.org

The DCD Podcast

Hlaðvarpið Lýðræðisleg stjórnarskrárgerð

Myndir frá rökræðufundinum