Home » Hlaðvarpið

Hlaðvarpið

Rannsóknarverkefnið heldur úti tveimur hlaðvörpum.
Hlaðvarpið Lýðræðisleg stjórnarskrárgerð á íslensku og einnig enska hlaðvarpinu DCD Podcast.

Alla þættina má nálgast hér eða með því að gerast áskrifandi gegnum Spotify, Apple Podcasts eða aðrar hlaðvarpstveitur.

2. Ungir Sjálfstæðismenn til varnar „gömlu stjórnarskráinni“

Ungir Sjálfstæðismenn stigu fram til varnar núgildandi stjórnarskrá með vefsíðunni stjornarskra.com. Markmiðið var að leiðrétta ýmislegt sem þau telja misskilning á misskilningi byggt í sambandi við stjórnarskrána og frumvarp stjórnlagaráðs. Við spurðum þær Höllu Mathiesen og Lísbetu Sigurðardóttur hvers þær vilja halda í „gömlu“ stjórnarskrána og hvers vegna þær eru andsnúnar frumvarpinu og hverju þurfi að breyta í þeirri gömlu.

1. Ungir kjósendur og nýja stjórnarskráin

Við ræðum við Gunnhildi Fríðu Hallgrímsdóttur og Ósk Elvarsdóttur sem tókst með hjálp samfélagsmiðla að kveikja mikinn áhuga meðal ungs fólks á „nýju stjórnarskránni“. Við spurðum þær um leyndarmálið á bak við árangurinn, hvernig áhugi þeirra kviknaði og hvers vegna þær vilja frekar að frumvarp Stjórnlagaráð verði fullgilt en að þeirri gömlu verði breytt.

Þáttaröð 2 — Rökræðufundurinn

6. Rökræðufundurinn, stjórnmálin og nýja stjórnarskráin

Við lokum þessari þáttaröð með því að heyra ýmislegt áhugavert sem mínir sem þátttakendur í rökræðufundinum höfðu að segja, t.d. nýju stjórnarskrána, traust í garð stjórnmálanna og þátttöku almennings í lýðræðinu. Auk þess sem við reynum að lesa í og draga saman það sem fram hefur komið í þessum sex þáttum. 

5. Rökræðufundur og hvað svo?

Sævar Finnbogason ræðir við Valgerði Björk Pálsdóttur og Jón Ólafsson prófessor frá rannsóknarverkefninu um lýðræðislega stjórnarskrárgerð um sjónarmið þátttakenda og hvernig til tókst, líkurnar á því að takist að breyta stjórnarskránni, af hverju ekki var rætt um ákvæðið umnáttúruauðlindir á rökræðufundinum og hvort reynslan af þessari tilraun bendi til þess að rökræðukannanir virki í íslensku samhengi. 

4. Samráð verður að hafa áhrif

Hlaðvarpið ræðir við þátttakendur í rökræðufundinum um breytingar á stjórnarskránni um væntingar þeirra til þess hvort niðurstöður rökræðufundarins hafi einhver áhrif á fyrirhugaðar stjórnarskrárbreytingar og hvort að það hefur áhrif á vilja þeirra til að taka þátt í svipuðum hlutum í framtíðinni og til stjórnmálanna almennt. Það hvort að stjórnmálamennirnir hlusta fundinn hefur mikil áhrif, bæði á þátttökuvilja og viðhorf fólks til hefðbundinna stjórnmála almennt.

3. Hvernig breyttust skoðanir fólks?

230 Íslendingar sátu heila helgi og ræddu um breytingar á stjórnarskránni. Mikil umræða hefur um stjórnarskrána og frumvar Stjórnlagaráðs undanfarin ár og skiljanlega höfðu margir sterkar skoðanir fyrir. Þess vegna spurðum við þátttakendur á rökræðufundinum hvort þau skiptu um skoðun á einhverjum málefnum og ef þau skiptu ekki um skoðun hvort fólk taldi sig hafa betri forsendur fyrir skoðunum sínum eftir fundinn.

2. Samræður og sérfræðingar

Í þættinum ræðum við við þátttakendur í rökræðufundinum um stjórnarskrána um upplifun þeirra af því að sitja heila helgi og ræða við ókunnugt fólk um stjórnarskrárbreytingar? gegnu samræðurnar vel? Voru innlegg sérfræðingana sem fengnir voru til að svara spurningum þátttakenda gagnleg? Voru þeir óhlutdrægir? í fyrsta þættinum kynntumst við átta þátttakendum í rökræðufundinum og nú spyr Sævar Finnbogason þau þessu og því hvað kom þeim mest á óvart við fundinn.

1. Hvers vegna tók fólk þátt?

Hverskonar fólk er tilbúið til þess að sitja heila helgi frá morgni til kvölds að ræða við bláókunnugt fólk um stjórnarskrárbreytingar?
Er það fyrst og fremst fólk sem er fyrir virkt í stjórnmálum eða bara fólk eins og þú og ég?Sævar Finnbogason ræðir við átta þátttakendur í rökræðufundinum á um stjórnarskrárbreytingar sem haldinn dagana 8 og 9 nóvember 2019. Í fyrsta þættinum í þessari fimm þátta röð kynnumst við viðmælendunum og heyrum frá þeim hverju þeirra hvers vegna þau samþykktu að taka þátt í rökræðufundinum þegar þau voru dregin út í slembivalinu.

Þáttaröð 1

3. Þjóðfundurinn 2010 — seinni hluti: lærdómur til framtíðar?

Í þessum þætti ræðir Katrín Oddsdóttir við Lárus Ými Óskarsson, leikstjóra, og Bjarna Snæbjörn Jónsson, doktor í stjórnun og leiðtogafræðum, um stöðu og þróun lýðræðis meðal annars út frá íslenska stjórnarskrárferlinu

2. Þjóðfundurinn 2010 — fyrri hluti

Árið 2010 var haldinn þjóðfundur um þau gildi sem ættu að grundvalla nýja stjórnarskrá fyrir Ísland. Í þessum þætti ræðir Katrín Oddsdóttir við Lárus Ými Óskarsson og Bjarna Snæbjörn Jónsson, skipuleggjendur þjóðfundarins, um tilgang, aðferð og útkomu fundarins.

1. Björg Thorarensen ræðir um hvað einkennir góðar stjórnarskrár

Geta stjórnarskrár komið í veg fyrir spillingu? Hvað einkennir góðar  stjórnarskrár? Í þessum þætti ræðir Jón Ólafsson við Björgu Thorarensen  lagaprófessor, sem er einn þátttakenda í DCD rannsóknarverkefninu um  þessar spurningar og almennt um stjórnarskrár og  stjórnarskrárbreytingar

Enska hlaðvarpið

7. Maija Setälä  (Part 2):
Participation and long-term decision-making 

Is participatory deliberative democracy suited for long term decision-making? Maija Setälä and her colleagues are currently working with our regional government in south-east Finland where the goal is to involve citizens in long term planning for the region. The deliberations involve working with future scenarios and different types of participation including a citizen assembly. Can randomly selected citizens come up with good long-term policies or is that something only elected representatives can do?

6. Maija Setälä  (Part 1):
Citizen Assemblies and Constitutional Change in Ireland.

Referendums raise questions about voters’ access to reliable information and considered arguments in this age of social media and polarization. In this episode Sævar Finnbogason talks to professor Maija Setälä from the University of Turku, about Citizens Review panels and citizens initiatives. Maija and her colleagues recently carried out an experiment with a citizen’s review panel in Finland, based on the Oregon Citizens’ initiative review  (CIR) model. 

5. David Farrell (Part 2):
Can Citizen Assemblies strengthen democracy?

Citizen Assemblies and Deliberative Polls on various issues have been conducted in many countries all over the world and there is also growing interest in other forms of Sortition mini-publics. In the second part of our talk with professor David Farrell we discuss this development and the promise it might hold for the future.

4. David Farrell (Part 1):
Citizen Assemblies and Constitutional Change in Ireland.

Following the financial crisis of 2008 Iceland and Ireland embarked on constructional revisions. In the episode Sævar Finnbogason talks to professor David Farrell about the main differences between the two countries approaches. David is the project leader for the Irish Citizen Assembly and has advised the Irish government on all three citizen assemblies held in Ireland.

3. Lawrence Lessig (Part 2):
They don’t represent us!

In the second part of our conversation Larry talks about his new book, The Don’t Represent Us, which looks at the reasons for the crisis of democracy in America (and much of the Western World). What can be done? It seems clear that solving these problems will require significant constitutional changes.

2. Lawrence Lessig (Part 1):
The Icelandic constitutional process

Lawrence Lessig is an academic, attorney, and political activist. He is Professor of Law at Harvard Law School and well-known for his activism for net-neutrality and against Money In Politics We met with Lessig while he was in Iceland to give a talk on what the rest of the world can learn from the current crisis of democracy in America. In the first part of our talk we asked Larry why he became interested in the Icelandic constitutional process and what other Nations might learn from it.

1. Róbert Bjarnason CEO Citizens Foundation

Are online good deliberations and crowdsourcing on political issues possible? Seeing how things often work on Social Media it seems we need platforms designed specifically with that in mind. In the first episode of the DCD Podcast Jón Ólafsson speaks to Róbert Bjarnason from the Citizens Foundation, who have been designing software for online crowdsourcing and deliberations for a decade and is now facilitating online constitutional crowdsourcing in Iceland.


Leave a comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

The DCD Podcast

Hlaðvarpið Lýðræðisleg stjórnarskrárgerð

Myndir frá rökræðufundinum