Home » Fréttir » Málstofa um rökræðulýðræði og þátttöku á Hugvísindaþingi

Málstofa um rökræðulýðræði og þátttöku á Hugvísindaþingi

Lýðræðisleg stjórnargerð tekur þátt í Hugvísindaþingi 2022 með málstofunni Rökræður, þátttaka, meðtalning: Lykilatriði lýðræðis, sem hefst kl 13:00 á laugardaginn 12. mars, en þingið sjálft verður sett kl 13 föstudaginn 11. mars.

Í málstofunni er sjónum beint að merkingu lýðræðishugtaksins og spurt annars vegar um nauðsynleg skilyrði lýðræðis, hins vegar um lýðræðislegt lögmæti. Sérstaklega er litið til þriggja þátta lýðræðislegs stjórnarfars sem mikið hefur verið fjallað um á undanförnum árum: Rökræður (e. deliberation), þátttöku (e. participation) og meðtalningu (e. inclusion). Hugmyndin um rökræðulýðræði á sér talsverða sögu og hafa talsmenn þess meðal annars reynt að sýna fram á hvernig gæði þeirrar rökræðu sem lýðræðislegar stofnanir stuðla að sé mikilvægasta stoð lýðræðislegra ákvarðana. En á undanförnum árum hefur þátttakan sjálf líka verið sett í öndvegi, þegar því er haldið fram að lýðræði þarfnist miklu meiri og almennari borgaraþátttöku en hið hefðbundna fulltrúalýðræði gefur kost á. Loks hefur vandi meðtalningarinnar fengið aukið vægi í umræðunni þar sem bent er á að almenningsþátttaka sem slík tryggi ekki aðkomu minnihluta- og jaðarhópa – eða hópa sem standa í einhverjum skilningi veikar en aðrir eða ráðandi hópar. Fyrirlesarar í málstofunni ræða um spurningar um lýðræði sem hver þessara þátta vekur og reyna að greina vægi þeirra til að skýra lýðræðishugtakið. Því er meðal annars haldið fram að rökræðan sem slík geti ekki tryggt gæði ákvarðana og þaðan af síður hnekkt sérhagsmunum. Einnig geti mörg form almenningsþátttöku grafið undan lýðræðislegri ábyrgð og skapað efasemdir um lögmæti ákvarðana.

kl. 13.00-14.30 í stofu 311 í Árnagarði

Jón Ólafsson: Deliberation: Quality vs. Diversity as a measure of democracy
Sævar Finnbogason: From Technocracy to Technopopulism
Milica Minic: Meaningful Participation as a Site of (Productive) Tension: Citizen Engagement and Democratic Accountability

15.00-16.30 í stofu 311 í Árnagarði

Jeremias Schledorn: What you Represent: The Politics of Representation and the Moral Problem of Redescription
Katrín Oddsdóttir: Democratic Constitutionalism and the Icelandic Constitutional Process
Valgerður Björk Pálsdóttir: When deliberative events are disregarded in the political decision-making process: Motivations, attitudes and actions of elected representatives in Iceland

Úrdrætti erindanna og nánari upplýsingar um hugvísindaþingið má sjá hér.

The DCD Podcast

Hlaðvarpið Lýðræðisleg stjórnarskrárgerð

Myndir frá rökræðufundinum