Rafrænt samráð

Lýðræðisþátttaka á netinu (e. e-participation) hefur færst í aukana víðsvegar um heiminum. Skoðun á rafrænum tólum til lýðræðislegrar þátttöku hefur leitt í ljós fram á að farrænt samráð er fyrst og fremst notað í þrenns konar tilgangi: aðhald með stjórnvöldum, dagskrársetningu stofnana (institutional agenda setting) og framlag almennings til ákvarðanartöku á hugmyndastigi. Bæði er hægt að gera þetta gegnum samfélagsmiðla eða sérstökum vefsvæðum. Hægt er að nota netið til að veita aðgang að – og skiptast á – upplýsingum, undirskriftalistum, skipuleggja herferðir á netinu, ráðgjöf/samráð (consultations), lýðvistun (crowd sourcing) þátttökufjárlagagerð (participatory budgeting) og kosningar.

Netsamráð er þó ekki töfraformúla. Eitt helsta vandamálið er að hindranir eru til staðar fyrir þátttöku ákveðinna hópa. Efnaminna fólk, fólk með minni menntun og meðlimi bæði elstu og yngstu aldurshópa – auk fólks sem hefur minni áhuga á stjórnmálum – er mun ólíklegra til að nota slíkan vettvang. Karlmenn eru að auki miklu líklegri til þess að taka þátt en konur. Þetta þýðir að þeir sem eru ráðandi í stjórnmálum í raunheimum verða meira áberandi á þessum vettvangi.

Önnur áskorun samræðuvettvanga á netinu er að oft hafa þeir óljósa stöðu og eru jafnvel ekki tengdir hinu pólitíska ákvörðunarferli, eða eru eingöngu ráðgefandi tilgangi á sama tíma og valdhafar halda áfram að stjórna öllum forsendum umræðunnar og eru óskuldbundnir til þess að vinna með niðurstöðurnar. Slík nálgun gæti því dregið úr áhuga almennings. Tími fólks er þegar upp er staðið dýrmætur og fólk hefur almennt lítinn áhuga á að verja tíma sínum í eitthvað sem óljóst er að skipti nokkru máli.

Þar á ofan er það oft stór áskorun að laða fólk til þátttöku á sérsniðnum umræðuvettvangi á netinu. Bæði getur hönnun vefjanna verið kostnaðarsöm og þeir þarfnast verulegrar kynningar. En það felast líka mörg vandamál í því að nota miðla sem þegar eru til, eins og samfélagsmiðla. Á meðan sumar stofnanir nota þessa miðla mikið – hugmyndin er að ná til fólks þar sem það er nú þegar frekar en að reyna að fá það til að koma til stofnunarinnar – geta miðlar eins og Facebook og Twitter verið gróðrastía fyrir nettröll, hatursorðræðu, „gerviprófíla“ (fake accounts) og ruslpóst. Þetta getur fælt fólk frá eða skekkt umræðuna sem reynt er að efna til.

Að okkar mati eru mikilvægustu grunnskilyrðin fyrir árangursríkt netsamráð:
—að hún sé skilgreindur hluti af hinu pólitíska ferli (e. embeddedness (in political processes));
—að það sé skýrt frá byrjun hvernig unnið verður með niðurstöður samráðsins í hinni endanlegu ákvörðunartöku;
—að þátttakendur séu upplýstir um hvað hefur verið gert við framlag þeirra;
— og árangursrík áætlun um virkjun þáttttakanda með upplýsingagjöf sem er aðlöguð að mismunandi markhópum.
Eftirfarandi dæmi sýna hvernig borgaraþátttaka á netinu getur lítur út:

Betra Ísland: lýðvistun stjórnarskrár

This image has an empty alt attribute; its file name is 72193152_2705497712834473_3734241693256384512_o.jpg

Haustið 2019 – í aðdraganda rökræðufundarins sem var haldin í nóvember sama ár – stóðum við hjá Lýðræðislegri stjórnarskrárgerð, ásamt Íbúum ses/The Citizens Foundation að vettvangi lýðvistunar á Betra Íslandi. Samráðið var opið frá 26. september til 10. nóvember 2019. Þar gat almenningur deilt hugmyndum sínum á öllu því sem tengist stjórnarskrá. Hlaðvarpið okkar tók viðtal við Róbert Bjarnason, framkvæmdastjóra Íbúar ses, um tilraunina (á ensku).

This image has an empty alt attribute; its file name is image-2.png

Betri Reykjavík: lýðvistun

Betri Reykjavík vettvangurinn hefur verið hylltur sem fyrirmynd nýsköpunar í stjórnmálum á netinu. Betri Reykjavík er einnig á vegum Íbúa ses, sem hefur unnið í samstarfi við borgarstjórn Reykjavíkur með það að markmiði að færa íbúum frumkvæði og gera þeim kleyft að taka meiri þátt á mótun nærsamfélags síns og umhverfis. Betri Reykjavík er einn árangursríkasti netsamráðs vettvangurinn í heiminum.

Reynar hefur fjölbreyttum verkefnum hefur verið hrint af stað að frumkvæði íbúa gegnum Betri Reykjavík. Þar á meðal hefur verið til stofnað til lýðvistunar hugmynda um menntastefnu og mótun lýðræðisstefnu borgarinnar (þar á meðal varðandi málefni ung fólks). Fjárfest hefur verið í verkefnum sem urðu til í gegnum vettvanginn, til dæmis nýjum skólum, félagsmiðstöðvum, hjólastígum og uppbyggingu tómstundamiðstöðvar í útjaðri borgarinnar. Ákveðinni prósentu fjárhagsáætlunar borgarinnar hefur verið útdeilt til hverfanna sjálfra svo þau geti sjálf ákveðið – í gegnum samráð við hverfisbúa á Betri Reykjavík – hvernig á að nota fjármagnið.

Betri Reykjavík sem samráðsvettvangur hefur sannað að hann er skalanlegur og hægt að yfirfæra. Tæknin hefur verið notuð í öðrum borgum í Evrópu, eins og til dæmis Madrid og Dundee.

Reykjavík er lítil borg og vegnar einnig vel fjárhagslega (also highly prosperous). Þar sem hún er höfuðborg og hýsir því tilheyrandi stofnanir sem gefur henni annan blæ en borga sem ekki eru höfuðborgir. Auk þess er borgin nokkuð einsleitari en margar í Evrópu þótt minnihlutahópar séu til staðar, eins og tiltölulega stórt pólskt samfélag. Þetta hefur auðveldar samráð af þessu tagi. Þrátt fyrir að sjálfvirk tungumálaþýðing sé innbyggð í vefsvæðið væri hægt að gera meira til þess að draga fram sjónarhorn innflytjenda, eins og að tileinka hluta vefsins málefnum innflytjenda. Róbert Bjarnason, framkvæmdastjóri Íbúa ses, segir að tvö lykilatriði við árangur Betri Reykjavíkur séu tengsl við hið formlega pólitíska ferli og stöðug markaðssetning á árangri hans í þeim tilgangi að sýna borgurum að þátttaka sé þess virði.

This image has an empty alt attribute; its file name is image-3.png

Rafræni samráðsvettvangurinn synAthina leitast við að skapa þátttökumenningu (e. participatory culture) í höfuðborgð Grikklands, þar sem traust almennings í garð stjórnmála var lítið í kjölfar efnahagskreppunnar 2008. SynAthina er sniðinn að því að bera kennsl á vandamál, leysa þau og koma af stað pólitískum endurbótum. Þegar reglugerðir hindra borgara í að framkvæma vinsælar hugmyndir sem verða til á vettvanginum vinnur synAthina teymið með borgarstjórn Aþenu að því að uppfæra viðeigandi reglugerðir og stefnur.

Þúsundir verkefna hafa orðið til á synAthina frá árinu 2013 og hundruðir borgarahreyfinga (civic groups) hafa skipulagðir til þess að takast á við vandamál borgarinnar – eins fjölbreytt og rusl, veggjakrot, menntun og félagslega samlögun. Einnig eru starfsnám og menningarlegir viðburðir auglýstir á síðunni. Þetta hvetur fólk til þess að nota vettvanginn sem hluta af daglegu lífi og byggir upp vitund um hann. Menningarstofnanir auglýsa auk þess dagskrá sína, stöður og sjálfboðaliðastörf á synAthina. SynAthina er þar af leiðandi samvinna á milli lykilstofnana borgarinnar.

Einn sérstakur styrkur synAthina er það hvernig hún hefur verið nýtt til þess að hjálpa borginni að takast á við „flóttamannavanda Grikklands“. Auk rafræna samráðsvettvangsins býður synAthina upp á fundarstað í borginni sem hópar geta bókað og notað að kostnaðarlausu allan sólarhringinn. Þetta aðgengi skapar ávinning fyrir stuðningshópa sem eru sniðnir að jaðarsettum íbúum borgarinnar og litlar bjargir .

synAthina hefur verið í stöðugri þróun í nokkur tíma og miðað að því að hópar og félög í samfélaginu ásamt tengslum við borgaryfirvöld, sem byggir upp traust. Þar sem borgin sjálf er í nokkrum fjárhagskröggum hafa hópar skipulagt sig til þess að bjóða hvor öðrum upp á þjónustu gegnum vefinn. Aþenubúar hafa kennt umsækjendum í leit að alþjóðlegri vernd grísku í sjálfboðastarfi og Háskóli Aþenu hefur boðið upp á frí námskeið til þess að kenna flóttafólki nýja færni, sem nýtist þeim til þess að aðlagast borginni og byggja ný líf. Hópar borgara og yfirvöld í borginni setja út „opin áköll“ þar sem þau leitast eftir aðstoð frá sjálfboðaliðum sem geta gefið tímann sinn eða færni.

The DCD Podcast

Hlaðvarpið Lýðræðisleg stjórnarskrárgerð

Myndir frá rökræðufundinum