Rökræðufundurinn, traust í garð stjórnmálanna og nýja stjórnarskráin.
Síðasti þátturinn í hlaðvarpsþátttaröðinni um rökræðufundinn er nú kominn í viðtækin. Frá því í sumar hefur Sævar rætt við þátttakendur í rökræðufundinum sem fram fór í Laugardalshöll í nóvember 2019 um upplifun þeirra af fundinum. Í þessum aukaþætti heyrum við bæði áhugaverðbrot úr fyrri þáttum og nýtt efni þar sem þátttakendur ræða til að mynda um stjórnmálin almennt og hvort þau hafi meiri áhuga á að taka þátt í stjórnmálum eftir fundinn. Margir ræddu einnig stöðuna sem er uppi varðandi frumvarp Stjórnlagaráðs og hvernig það samræmdist rökræðukönnuninni og þeirri vinnu við breytingar á stjórnarskránni sem nú stendur yfir. Við þökkum þeim Nönni, Hjalta Degi, Guðmundi G, Aðalheiði, Magdalenu, Guðberg, Ingu Fanney og Magnúsi hjartanlega fyrir að gefa sér tíma til þess að deila reynslu sinni og skoðunum með okkur.
Rökræðufundur og hvað svo?
Í nýjasta þætti hlaðvarpsins ræðir Sævar Finnbogason Valgerði Björk Pálsdóttur og Jón Ólafsson prófessor frá rannsóknarverkefninu um lýðræðislega stjórnarskrárgerð um sjónarmið þátttakenda í rökræðufundinum og hvernig til tókst, líkurnar á því að takist að breyta stjórnarskránni, af hverju ekki var rætt um ákvæðið umnáttúruauðlindir á rökræðufundinum. Bendir reynslan af þessari tilraun til þess að rökræðukannanir virki í íslensku samhengi?
Stjórnarskráin og framsal valds til alþjóðastofnana
Pistill: Sævar Finnbogason skrifar
Er eitt af meginhlutverkum stjórnarskrárinnar að verja fullveldið? Þessa spurningu og margar fleiri glímdu þátttakendur á rökræðufundinum í Laugardalshöll við þegar þeir ræddu það hvort nauðsynlegt væri að breyta stjórnarskránni til þess að hún fjallaði um framsal valds til alþjóðastofnana. Sú umræða sýnir glöggt að ef skapaðar eru góðar aðstæður fyrir almenning til þess að rökræða málin er venjulegt fólk fullfært um að komast að niðurstöðum um flókin og oft á tíðum tæknileg mál þar sem margskonar gildi þarf að taka með í reikninginn.
Spurningin hér að framan kann að virðast fyrst og fremst lagatæknileg við fyrstu sýn, en það eru fleiri hliðar á málinu. Hvað er átt við með fullveldi? Hvað sem það er getur það varla verið það eitt að standa fyrir utan alþjóðasamninga og samstarf? Þó að það hafi komið skýrt fram í umræðunum á rökræðufundinum að fólk hefur ólíkar skoðanir á því hvaða alþjóðasamstarf er æskilegt; sumir vilja ganga í ESB og aðrir ekki, sumir vilja ganga úr NATÓ og aðrir vera, þá eru eru fá (ef nokkur) sem hafna allri samvinnu hvaða nafni sem hún nefnist.
Og kannski er það einmitt þannig að fullveldi þjóðarinnar raungerist hvað helst í því að Ísland sé tekið nægilega alvarlega af öðrum þjóðum til þess að hægt sé að gera gagnkvæma samninga við okkur?
Allavega er ljóst að fullveldið er Íslendingum ofarlega í huga. Það sést til dæmis á því að í byrjun rökræðufundarins töldu 87% fundarmanna eitt mikilvægasta hlutverk stjórnarskrárinnar að verja fullveldi landsins. Þó það hlutfall hafi lækkað niður í 81% eftir rökræðurnar er það engu að síður afar afgerandi meirihlutaskoðun. Mun meiri breytingar urðu hinsvegar þegar kom að spurningunni um það hvort að gera þyrfti breytingar á stjórnarskránni til þess að stjórnarskráin heimilaði að stjórnvöld geti gert samninga sem feli í sér þær gagnkvæmu skuldbindingar sem alþjóðasamstarf krefst oft, en 45% voru á þeirri skoðun fyrir rökræðuna , en 20% fleiri eða 66% í lok fundar.
Það áhugaverða við þetta er lesa má úr þessum tölum, ásamt því að rýna í umræðurnar frá fundinum að við rökræðurnar virðist greinilega hafi aukist bæði skilningur og þekking hjá mörgum þátttakendum á þeim kvöðum og ávinningi sem alþjóðasamstarfi sem fylgir alþjóðasamstarfi og eðli þess.
Þetta kann að virðast mótsagnakennt ef hugmyndin um fullveldi er skilin mjög þröngt eða út frá þjóðernisstefnu að hafa svo sterkar hugmyndir um fullveldi og vilja á sama tíma koma ákvæði í stjórnarskrána sem heimilar framsal valds að einhverju leiti. En þá ber að hafa í huga að þegar fólk var spurt að því í upphafi fundarins hvort það teldi mikilvægt að ákvarðanir um framkvæmd alþjóðasamninga lúti fyrirframgefnum og skýrum reglum sem eru óháðar pólitískum ágreiningi sögðust 83% sammála því og 92% eftir rökræðurnar.
Með öðrum orðum, það er einmitt vegna áherslunnar á fullveldi sem stuðningur jókst við það í umræðunum að settar væru skýrar reglur í stjórnarskránna um heimildir til að gera skuldbindandi alþjóðasamninga og að það fari eftir skýrum og fyrirframgefnum reglum.
Þessi tengsl verður líka skýrari þegar umræðurnar sjálfar eru skoðaðar. Margir óttuðust að ef ekki væru til staðar skýrar reglur um þetta byði það heim hættunni á að teknar yrðu slæmar ákvarðanir, jafnvel bakvið tjöldin, og bentu ýmsir á stuðning Íslands við innrásina í Írak. Einnig komum fram áhyggjur sem tengdust þriðja orkupakka Evrópusambandsins. Þar snerust áhyggjur margra að því að með aðild að EES samningnum væri hætta á að hagsmunir Íslands væru fyrir borð bornir, þar sem að Ísland passaði ekki inn í það regluverk vegna sérstöðu sinnar. En á móti var bent á að ísland gæti þrátt fyrir allt, sem frjáls fullvalda þjóð, sagt sig frá EES samningnum ef það teldi hagsmunum sínum betur borgið utan hans. En það ber hinsvegar að sama brunni; að æskilegt sé að það séu skýrt kveðið á um hvernig gengið sé í og úr slíku samstarfi.
Það er kannski vegna þessarar umræðu að allmargir töldu nauðsynlegt að þær reglur sem rötuðu inn í stjórnarskrána kvæðu á um að öll meiriháttar mál af þessu tagi þyrftu að fara í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þjóðin ætti að hafa aðkomu að slíkum málum.
Það má því ef til vill draga þá ályktun að skilningur almennings á hugmyndinni um fullveldi og sjálfstæði séu ekki eins þröngur eða einangrunarsinnaður og oft er gefið í skyn. En þetta er einmitt blæbrigði sem hefðbundnar spurningakannanir eiga erfitt með að leiða í ljós.
Lýðræðið í bergmálshellinum
Hugvísindaþing fór fram á netinu að þessu sinni. Okkar fólk stóð þar fyrir málstofunni Lýðræðið í bergmálshellinum. Netið hefur gerbreytt því hvernig (og jafnvel hvaða) samskipti við eigum, hvernig við vinnum, sækjum okkur afþreyingu og fréttir af stjórnmálum og atburðum líðandi stundar, en líka hvernig við tökum þátt í lýðræðislegri umræðu og samráði, hvort sem um er að ræða, stjórnarskrárgerð, löggjöf eða sveitarstjórnarstigið.
Fundarstjóri var Valgerður Björk Pálsdóttir. Jón Ólafsson fjallaði um spurninguna hvort að rökræðulýðræði sé mögulegt á netinu og Sævar Finnbogason ræddi um frelsi og gagnagræðgi á netinu, áhrif hennar á samfélagið og lýðæðið.
Hlaðvarpið: Rætt við þátttakendur í rökræðufundinum um stjórnarskrárbreytingar.
Hverskonar fólk er tilbúið til þess að sitja heila helgi frá morgni til kvölds að ræða við bláókunnugt fólk um stjórnarskrárbreytingar? Er það fyrst og fremst fólk sem er fyrir virkt í stjórnmálum eða bara fólk eins og þú og ég?
Rannsóknarverkefnið Lýðræðisleg stjórnarskrárgerð hlaðvarpsseríu í fimm þáttum sem koma á netið vikulega á fimmtudögum, þar sem Sævar Finnbogason ræðir við átta þátttakendur í rökræðufundinum á um stjórnarskrárbreytingar sem haldinn dagana 8 og 9 nóvember 2019. Viðmælendurnir eru á aldrinum átján til 77 ára, fjórir karlar og fjórar konur, sem ýmist komu á fundinn utan að landi eða höfuðborgarsvæðinu og markmiði var að eiga létt og afslappað spjall m.a. um upplifun þeirra af fundinum, reynsluna af samræðunum, hvort þau skiptu um skoðun á einhverjum málum og væntingar þeirra til þess hvernig farið verður með niðurstöður fundarins.
Í fyrsta þættinum kynnumst við viðmælendunum og heyrum frá þeim hverju þeirra hvers vegna þau samþykktu að taka þátt í rökræðufundinum þegar þau voru dregin út í slembivalinu. Við spyrjum þau líka hvort þau hefðu tekið þátt í hefðbundnum stjórnmálum eða teldu sig vera „pólitísk.“ Ekkert þeirra taldi sig vera pólitískt í þeim skilningi að vera flokkspólitískt eða stafa í stjórnmálaflokki, sumir vissu heilmikið um stjórnarskrána fyrir fundinn, aðrir minna eins og gengur.
Við spurðum alla viðmælendurna um sömu atriðin sem tengjast upplifun þeirra af fundinum og hvort hvernig skoðanir þeirra á máefnum þróuðust. í hverjum þætti tökum við fyrir eitt þema og heyrum við í öllum viðmælendum.
Slembivalin borgaraþing og rökræðufundir
Guðmundur Hörður heldur úti áhugaverðu hlaðvarpi um samfélagsmál. Hann fékk Sævar Finnbogason í spjall til þess að ræða rökræðufundinn um breytingar á stjórnarskránni sem haldinn var í nóvember 2019 og til að fræða hlustendur um slembivalin borgaraþing, rökræðufundi og þáttökulýðræði.
Í viðtalinu vara Sævar eindregið við afleiðingum þess að stjórnvöld hunsi niðurstöður rökræðukönnunarinnar sem haldin var á vegum forsætisráðuneytisins, það muni grafa undan trausti til þátttökulýðræðis og leiða til þess að fólk sjái ekki ástæðu til að verja tíma sínum í slíkt samráð. En Guðmundur byrjaði á að spyrja Sævar um slembivalin borgaraþing og möguleikann á því að efna til slíkra þinga til að ná niðurstöðum í málum sem stjórnmálaflokkarnir virðast ekki ráða við, eins og t.d. fiskveiðistjórnunarkerfið og auðlindaákvæði í stjórnarskrá.
Rökrætt um Landsdóm og ákæruvald Alþingis
Geir H. Haarde er eini íslenski ráðherrann sem hefur verið dregin fyrir landsrétt. Mynd RÚV
Á rökræðufundinum um breytingar á stjórnarskránni sem haldinn var í nóvember voru mörg atriði sem tengjast þeim greinum stjórnarskrárinnar sem nú eru í umsagnarferli í Samráðsgátt stjórnvalda rædd.
Ein þeirra spurninga sem þátttakendur svöruðu fyrir og eftir umræðurnar var þessi; Alþingi á ekki að hafa vald til að ákæra ráðherra og Landsdóm skal leggja niður.
Fyrir umræðurnar voru 24% þátttakenda frekar, mjög eða fullkomlega sammála því að afnema ákæruvald Alþingis 59% Eftir umræðurnar hafði þetta nánast snúist við og 55% þátttakenda vildi afnema ákæruvald Alþingis og leggja Landsdóm niður. Aðeins 32% töldu rétt að halda þessu fyrirkomulagi áfram.
Það komur á óvart að fyrir fundinn var töluverður munur á viðhorfum til þessa máls eftir kyni. Fyrir fund töldu 75% kvenna að Alþingi ætti að halda ákæruvaldinu og Landsómur ætti áfram að vera við líði, en það hlutfall lækkaði niður í 36% eftir umræðurnar. Hinsvegar voru aðeins 48% karla á þessari skoðun fyrir umræðurnar og en 28% eftir fund.
Ljóst var af umræðunum að almenningur hefur áhyggjur af pólitískum áhrifum og misnotkun á ákæruvaldi Alþingis og Landsdómsfyrirkomulaginu. Þátttakendur notu oft orðið „farsi“ yfir landsdómsréttarhöldin yfir Geir Haarde og ljóst að reynslan af aðdraganda þeirra og réttarhöldunum sjálfum hafði mikil áhrif. Því er ljóst á niðurstöðum rökræðufundarins að það er ríkur vilji til þess að ákæruvaldi í málefnum sem snúa að ráðherraábyrgð verði fundinn nýr og ópólitískur farvegur.
Lýðræði eftir Covid-19, Borgaraþátttaka, vald stofnana og sameiginleg gæði.
COVID-19 heimsfaraldurinn er mesta áskorun sem heimurinn hefur staðið frammi fyrir síðan á árum Heimskreppunnar og Seinni heimsstyrjaldarinnar. Afleiðingar hans verða miklar: Hagkerfi kunna að hrynja, það mun reyna gríðarlega á pólítíska forystu, leiðir til ákvarðana gætu breyst, jafnvel með byltingarkenndum hætti.
Munu þau pólitísku átök sem sem fylgja kreppunni birtast í samkeppni valdahópa um stuðning kjósenda eða hefur kreppan för með sér varanlegar kerfislægar breytingar bæði á innlendum og alþjóðlegum vettvangi? Ein mest spennandi spurningin núna er sú hvort að þessir erfiðleikar skapa vettvang fyrir aukna lýðræðislega þátttöku allra hópa í samfélaginu. Mun ástandið draga úr nauðsyn þess að almenningur taki þátt í að móta stjórnarskrár, sem og önnur meiriháttar stefnumál? Mun krísan hafa varanleg áhrif á ríkjandi gildismat í samfélaginu eða auka áhuga fólks á félagslegri samvinnu og velferð? Gæti hún minnkað áherslu á einstaklingsfrelsi í stjórnmálaumræðunni?
Þessar spurningar og aðrar af sama toga verða til umræðu á ráðstefnunni, sem miðlað er alþjóðlega.
og stjornarskra.hi.is
Stjórnarskrárbreytingar í fordæmalausu ástandi
Skoðanapistill: Sævar Finnbogason skrifar:
Nú eru liðin rúmlega sjö ár frá þjóðaratkvæðagreiðslunni um frumvarp Stjórnlagaráðs, ný efnahagskreppa er að ganga í garð og enn er beðið eftir breytingum á stjórnarskrá lýðveldisins.
Rannsóknarverkefnið Lýðræðisleg stjórnarskrárgerð hefur haldið utan um rökræðukönnun sem er hluti af því almenningssamráði sem almenningssamráði sem kveðið er á um í áætlun um endurskoðun stjórnarskrárinnar í áföngum yfir tvö kjörtímabil. Í nóvember síðastliðnum fór sjálfur rökræðufundurinn fram. Þar ræddu 230 slembivaldir Íslendingar um fimm málefni sem áætlunin gerir ráð fyrir að lokið verði við breytingar á í lok kjörtímabilsins 2018-2021. Þetta eru ákvæði um þjóðaratkvæðagreiðslur, framsal valdheimilda í þágu alþjóðasamvinnu, kaflinn um forseta lýðveldisins og loks ákvæði um hvernig stjórnarskránni er breytt. En auk þeirra á einnig að ljúka umfjöllun um þjóðareign á náttúruauðlindum og umhverfis- og náttúruvernd.
Þar sem ekki liggja enn fyrir fullmótaðar tillögur um neitt af þessu er ljóst að það er mikil vinna framundan ef Alþingi á að takast að klára þessa vinnu á því ári sem er til stefnu fram að alþingiskosningum 2021.
Til að gera stöðuna enn snúnari er orðið ljóst að Covid-19 heimsfaraldurinn mun leiða djúprar efnahagskreppu, þeirrar dýpstu síðan kreppan mikla (e. Great Depression) geisaði á fyrri hluta síðustu aldar að mati Alþjóða gjaldeyrissjóðsins og ljóst að áhrifin verða mikil á Íslandi. Efnahagskrísur leiða að vísu oft til endurmats á stjórnmálunum og valdastrúktúrum í samfélaginu líkt og gerðist á Íslandi í kjölfar hrunsins 2008. Munurinn á ástandinu nú og þá er einkum sá að þá skapist hávær krafa um víðtæka endurskoðun stjórnarskrárinnar sem átti að stórum hluta rætur í því vantrausti í garð stjórnmálanna sem blossaði upp í kjölfar hrunsins.
Nú erum við hinsvegar stödd í miðri á og sú efnahagskreppa sem nú er framundan er í raun engum að kenna nema veiruófétinu. Þetta er eins og oft hefur verið sagt, fordæmalaust ástand, þar sem einn af burðarásum efnahagslífsins á Íslandi hefur bókstaflega þurrkast út og fjöldi manns misst vinnuna með afleiðingum sem munu bergmála um allt hagkerfið.
Einhverjir segja ef til vill að við þessar aðstæður geti stjórnarskrárbreytingar varla verið fólki ofarlega í hug og framkvæmdavaldið og löggjafinn eigi að einbeita sér að þessu neyðarástandi. En sem betur fer getur Alþingi Íslendinga sinnt fleiru en einu í einu.
Heimsfaraldurinn breytir því ekki sem öll sú umræða sem farið hefur fram síðustu tólf árin, þjóðaratkvæðagreiðslan 2012, margar skoðanakannanir síðan og rökræðukönnunin sem stjórnvöld sjálf stóðu fyrir, sýna að þessi mál brenna flest á þjóðinni. Það yrði því sorglegt ef enn eitt kjörtímabilið liði án þess að stjórnmálaflokkarnir gætu breytt stjórnarskránni í samræmi við það. Stjórnmálaflokkarnir gætu afstýrt því með því að koma sér saman um að afgreiða í það minnsta tillögur um mikilvægar stjórnarskrárbreytingar eins og ákvæði um náttúruauðlindir, þjóðaratkvæði og löggjafarfrumkvæði borgara fyrir næstu Alþingiskosningar. Það myndi efla tiltrú á að Alþingi sem hefur legið undir því ámæli að ráða hreinlega ekki við það verkefni að breyta stjórnarskránni.
Geta slembivaldir kviðdómar aukið þekkingu og traust í aðdraganda atkvæðagreiðslu?
Geta slembivaldir kviðdómar miðlað góðum og trúverðugum upplýsingum til kjósenda í aðdraganda almennra atkvæðagreiðslna sem stjórnvöld standa að? Fjöldi rannsókna sýnist að slíkir kviðdómar (e. Citizens’ Initiative Review) kjósendur telja þá auka traust og greiða fyrir vandaðri skoðanamyndun þegar kemur að því að ákveða sig í aðdraganda almennra atkvæðagreiðslna. Slíkir kviðdómar hafa rutt sér til rúms í Oregon þar sem þeir veita kjósendum upplýsingar um í aðdraganda atkvæðagreiðslna sem fara fram að frumkvæði borgaranna. Það eru hinsvegar ekki fordæmi fyrir því að nýta slíka kviðdóma utan Bandaríkjanna eða til að fjalla um almennar atkvæðagreiðslur að frumkvæði stjórnvalda, fyrr en nú.Geta slembivaldir kviðdómar miðlað góðum og trúverðugum upplýsingum til kjósenda í aðdraganda almennra atkvæðagreiðslna sem stjórnvöld standa að? Fjöldi rannsókna sýnist að slíkir kviðdómar (e. Citizens’ Initiative Review) kjósendur telja þá auka traust og greiða fyrir vandaðri skoðanamyndun þegar kemur að því að ákveða sig í aðdraganda almennra atkvæðagreiðslna. Slíkir kviðdómar hafa rutt sér til rúms í Oregon þar sem þeir veita kjósendum upplýsingar um í aðdraganda atkvæðagreiðslna sem fara fram að frumkvæði borgaranna. Það eru hinsvegar ekki fordæmi fyrir því að nýta slíka kviðdóma utan Bandaríkjanna eða til að fjalla um almennar atkvæðagreiðslur að frumkvæði stjórnvalda, fyrr en nú.
Maija Setälä og kollegar hennar í PALO rannsóknarverkefninu stóðu á dögunum fyrir fyrir slíkum kviðdómi vegna atkvæðagreiðslu um sameiningu sveitarfélaga í Korsholm í Finnlandi.Atkvæðagreiðslan fór fram að frumkvæða sveitarstjórnarinnar og var málefnið allumdeilt.
Engu að síður kom í ljós að þátttakendur í kviðdómnum voru ánægðir með rökræðuferlið og mikill meirihluti bar traust til kviðdómsins og þótti þær upplýsingar sem hann tók saman gagnlegar. Ennfremur leiddi rannsókn PALO í ljós að við lestur á bæklingnum sem kviðdómurinn tók saman jókst staðreyndaþekking og traust á kviðdómnum