Home » Fréttir » Lýðræði eftir Covid-19, Borgaraþátttaka, vald stofnana og sameiginleg gæði.

Lýðræði eftir Covid-19, Borgaraþátttaka, vald stofnana og sameiginleg gæði.

COVID-19 heimsfaraldurinn er mesta áskorun sem heimurinn hefur staðið frammi fyrir síðan á árum Heimskreppunnar og Seinni heimsstyrjaldarinnar. Afleiðingar hans verða miklar: Hagkerfi kunna að hrynja, það mun reyna gríðarlega á pólítíska forystu, leiðir til ákvarðana gætu breyst, jafnvel með byltingarkenndum hætti.

Sjá dagskrá og skráningu hér.

Munu þau pólitísku átök sem sem fylgja kreppunni birtast í samkeppni valdahópa um stuðning kjósenda eða hefur kreppan för með sér varanlegar kerfislægar breytingar bæði á innlendum og alþjóðlegum vettvangi? Ein mest spennandi spurningin núna er sú hvort að þessir erfiðleikar skapa vettvang fyrir aukna lýðræðislega þátttöku allra hópa í samfélaginu. Mun  ástandið draga úr nauðsyn þess að almenningur taki þátt í að móta stjórnarskrár, sem og önnur meiriháttar stefnumál? Mun krísan hafa varanleg áhrif á ríkjandi gildismat í samfélaginu eða auka áhuga fólks á félagslegri samvinnu og velferð? Gæti hún minnkað áherslu á einstaklingsfrelsi í stjórnmálaumræðunni?

Þessar spurningar og aðrar af sama toga verða til umræðu á ráðstefnunni, sem miðlað er alþjóðlega.

og stjornarskra.hi.is


Leave a comment

The DCD Podcast

Hlaðvarpið Lýðræðisleg stjórnarskrárgerð

Myndir frá rökræðufundinum