Hverskonar fólk er tilbúið til þess að sitja heila helgi frá morgni til kvölds að ræða við bláókunnugt fólk um stjórnarskrárbreytingar? Er það fyrst og fremst fólk sem er fyrir virkt í stjórnmálum eða bara fólk eins og þú og ég?
Rannsóknarverkefnið Lýðræðisleg stjórnarskrárgerð hlaðvarpsseríu í fimm þáttum sem koma á netið vikulega á fimmtudögum, þar sem Sævar Finnbogason ræðir við átta þátttakendur í rökræðufundinum á um stjórnarskrárbreytingar sem haldinn dagana 8 og 9 nóvember 2019. Viðmælendurnir eru á aldrinum átján til 77 ára, fjórir karlar og fjórar konur, sem ýmist komu á fundinn utan að landi eða höfuðborgarsvæðinu og markmiði var að eiga létt og afslappað spjall m.a. um upplifun þeirra af fundinum, reynsluna af samræðunum, hvort þau skiptu um skoðun á einhverjum málum og væntingar þeirra til þess hvernig farið verður með niðurstöður fundarins.
Í fyrsta þættinum kynnumst við viðmælendunum og heyrum frá þeim hverju þeirra hvers vegna þau samþykktu að taka þátt í rökræðufundinum þegar þau voru dregin út í slembivalinu. Við spyrjum þau líka hvort þau hefðu tekið þátt í hefðbundnum stjórnmálum eða teldu sig vera „pólitísk.“ Ekkert þeirra taldi sig vera pólitískt í þeim skilningi að vera flokkspólitískt eða stafa í stjórnmálaflokki, sumir vissu heilmikið um stjórnarskrána fyrir fundinn, aðrir minna eins og gengur.
Við spurðum alla viðmælendurna um sömu atriðin sem tengjast upplifun þeirra af fundinum og hvort hvernig skoðanir þeirra á máefnum þróuðust. í hverjum þætti tökum við fyrir eitt þema og heyrum við í öllum viðmælendum.