Home » Articles posted by Sævar Finnbogason (Page 4)
Author Archives: Sævar Finnbogason
Lawrence Lessig: Hvað geta önnur lönd lært á lýðræðiskrísunni í Bandaríkjunum
Veröld hús Vigdísar, 23 . janúar 16:00
Í erindi sínu færir Lawrence Lessig rök fyrir því að vandi bandarísks lýðræðis sé ekki eingöngu heimatilbúinn heldur afhjúpi hann ákveðna veikleika lýðræðisskiplags í Vestrænum ríkjum almennt. Hann ræðir einnig hvernig ný tækni hefur haft svo djúpstæð áhrif á samfélagið að sjálft lýðræðið er í hættu. Það verður ekki hjá því komist að þróa nýjar lýðræðisleiðir og venjur til þess að tryggja að lýðræðið geti blómstrað, þrátt fyrir þær áskoranir sem það stendur frammi fyrir.
Rökræðukönnun
Um helgina (9 og 10) efna Háskóli Íslands og ríkisstjórn Íslands til fundar þar sem um 250 slembivaldir Íslendingar allstaðar af á landinu munu koma saman og ræða um breytingar á stjórnarskrá lýðveldisins. Niðurstöðurnar verða kynnar ríkisstjórninni og nýttar sem framlag í vinnu stjórnvalda að stjórnarskrárbreytingum. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra Íslands hefur sagt að lýðræðislegu samráði við almenning sem lykilatriði í því að vel takist til í þessari vinnu, en Alþingi mun þurfa samþykkja fyrirhugaðar breytingar fyrir lok kjörtímabilsins.
Fundur fólks af öllu landinu
Rökræðufundurinn er hluti af rökræðukönnun sem haldin er í samvinnu við Center for Deliberative Democracy við Stanford háskóla.Fólkið sem tekur þátt í fundinum um helgina er hluti af úrtaki í stórri könnun Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands sem gerð var í sumar um afstöðu til nokkurra spurninga sem tengjast fyrirhuguðum breytingum á stjórnarskránni.Hluta þess hóps var svo boðið að taka þátt í rökræðufundinum þar sem fólk ræðir um fyrirhugaðar stjórnarskrárbreytingar á jafningjagrundvelli, þar sem fólk má búast við að hitta fyrir fólk með afar ólíkar skoðanir.
Þátttakendur munu svara nýrri spurningakönnun í upphafi fundarins og svo aftur að loknum fundi á sunnudag.Markmið fundarins er að komast það hver skoðun fólks sem hefur haft tök á að ræða kynna sér málin og ræða þau við aðra í sömu sporum kann að vera.Eða með öðrum orðum, að leiða fram ígrundað almenningsálit á því hvað gera skuli.
Á rökræðufundinum sjálfum fara umræður þátttakenda fram í smærri hópum og á milli umræðulotna gefst fundinum tækifræi til að spyrja sérfræðinga á sviði stjórnarskrárréttar, stjórnmálaheimspeki, stjórnmálafræði og sagnfræði til að varpa ljósi á vafamál sem koma fram í umræðunum.
Að sjá og skilja viðhorfsbreytingar
Rökræðukannanir eru byggðar á vísindalegum aðferðum sem gera mögulegt að fylgjast með og mæla breytingar í viðhorfum til viðfangsefna. Hólfað slembival tryggir að úrtakið endurspeglar kjósendur. Rökræður í anda rökræðulýðræðis og hlutlaust fræðsluefni, ásamt aðgengi að sérfræðingum á fundinum sjálfum skapar skilyrði fyrir þátttakendur að móta sér ígrundaða afstöðu til viðfangsefnanna.
Center for Deliberative Democracy (CDD) undir forystu James Fishkin hefur langa reynslu af því að standa að rökræðukönnunum. Haldnar hafa verið 109 rökræðukannanir í 28 löndum um allan heim. Sú síðasta sem CDD stóð fyrir var „America in One Room“ sem fjallaði um nokkur af snúnustu viðfangsefnum bandarískra stjórnmála í dag.Helstu fjölmiðlar þar í landi hafa fjallað um könnunina, m.a. CNN og the New York Times.
(Sjá https://cdd.stanford.edu/2019/america-in-one-room/ )
Óvenjuleg blanda af lýðvistun og rökræðukönnun
Eitt af því sem gerir þetta samráðsferli óvenjulegt er hvernig blandað er saman samráðsaðferðum, þ.e. lýðvistun (e. Crowd sourcing) í gegnum netið og rökræðukönnun.Lýðvistunin fór fram í gegnum samráðsvefinn Betra Ísland og var opin öllum öllum. Fyrir utan það að nýtast rökræðukönnuninni mun sú opna umræða og hugmyndasöfnun sem þar fór fram vera aðgengileg stjórnmálamönnum.
Núverandi hugmyndir um stjórnarskrárbreytingar sækja eldivið sinn í þá miklu umræðu sem verið hefur í samfélaginu um stjórnarskrána á umliðnum árum. Fulltrúar allra flokka á alþingi taka þátt í þessari endurskoðunarvinnu af hálfu Alþingis og þarf þingið að ná samstöðu um frumvörp um breytingar fyrir lok kjörtímabilsins. En samkvæmt núgildandi stjórnarskrá þurfa tvö þing með kosningum á milli að samþykkja frumvörpin til þess að þau fái gildi.
Forsagan
Nú meira en sex árum eftir að frumvarp Stjórnlagaráðs dagaði uppi á Alþingi hefur ríkisstjórnin undir stjórn Katrínar Jakobsdóttur hrint af stað víðtæku almenningssamráði og farvegi til þess að til þess að gera þarfar breytingar á núgildandi stjórnarskrá í anda þeirrar umræðu sem farið hefur fram í samfélaginu, og hefur meðal annars mótast af drögum stjórnlagaráðs.
Þrátt fyrir að vinna Stjórnlagaráðs hafi farið fram fyrir opnum tjöldum og í víðtæku samráði við almenning, að undangegnum Þjóðfundi árið 2010 og almenningur hafi verið spurður álits á frumvarpsdrögunum í ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu árið 2012, komst málið ekki í gegn fyrir þingkosningarnar 2013. Síðan þá hefur engin ríkisstjórn tekið frumvarp stjórnlagaráðs upp.
Í því ferli sem nú er hafið hefur forsætisráðherra leitað til fræðasamfélagsins til þess að tryggja trúverðugleika samráðsferlisins.Einnig kemur sjálfstæð sameignarstofnun sem nefnist Citizens’ Foundation að lýðvistunarhluta verkefnisins. en stofnunin hefur meðal annars hannað og haldið utanum Betri Reykjavík og fleiri lýðvistunarverkefni. En lýðvistunin er einnig hluti af stærra rannsóknarverkefni á vegum rannsóknarverkefnisins Lýðræðisleg stjórnarskrárgerð.
Frekari upplýsingar:
Viðtal við Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra og Jón Ólafsson, prófessor um samráðsferlið
Almenningssamráð um stjórnarskrárgerð
Stjórnarskrá Íslands verður breytt á þessu kjörtímabili og samkvæmt áætlun forsætisráðherra er gert ráð fyrir víðtæku samráði við almenning. Rannsóknarverkefnið Lýðræðisleg stjórnarskrárgerð, sem er fjármagnað með styrk frá Rannís, ásamt Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands, munu skipleggja og halda utan um þetta samrá. EInnig er gret ráð fyrir lýðvistun sem hluta af þessu samráði sem verður framkvæmd í samvinnu við Íbúa SES.
þessi áhersla á samráð er í samræmi við þann skýra vilja sem hefur verið áberandi síðustu 11 árin —eftir hrun— um að venjulegir borgarar geti haft meiri áhrif á stjórnmálin á öllum stigum.Í ljósi þess að stjórnvöld hafa líst skýrum vilja til þess að leita eftir sjónarmiðum almennings hafa Háskólinn og Íbúar boðið þekkingu og krafta sína til þess að það samráð sem áætlað er geti orðið skilvirkt, uppbyggilegt og trúverðugt og til þess að tryggja að rödd allra heyrist.
Veigamikill þáttur í þessu samráðsferli er rökræðukönnun sem haldin verður í haust. Út frá rannsóknarsjónarmiði býður hún upp á einstakt tækifæri sem hefðbundnar skoðanakannanir bjóða ekki til þess að dýpka þekkingu á því hvernig skoðanir fólks breytast þegar fólk hefur aðgang að vönduðum upplýsingum og tækifæri til þess að ræða við að samborgara sína um tiltekin málefni.
Félagsvísindastofnun lauk fyrsta hluta rökræðukönnunarinnar í sumar þegar framkvæmd var stór skoðanakönnun. Síðari hluti hennar fer fram 9 til 10 nóvember, þar sem 300 manns úr úrtaki skoðanakönnunarinnar í sumar verður boðið að raka þátt í rökræðufundi. Íbúar ses. hafa hafa útbúið samráðsgátt um stjórnarskrárbreytingar á Betra Ísland.is sem byggir á svipuðum grunni og Betri Reykjavík sem Íbúar hönnuðu og margir þekkja.
Flestir gera ráð fyrir því að Íslendingar séu meira sammála en ósammála um það hvaða greinum stjórnarskrárinnar er mest áríðandi að breyta, en á netinu er oft erfitt að halda utan um umræðuna og halda henni á nálefnalegum og uppbyggilegum nótum. AUk þess sem erfitt getur verið fyrir þátttakendur að hafa yfirsýn yfir hana. Stjórnarskrársamráðgáttin er hönnuð með það fyrir augum að gera það auðvelt að setja fram hugmyndir og rökstyðja þær og til þess að notendur geti haft yfir sýn yfir umræðuna. Þannig er markmiðið að efla ígrundaða og vandaða umræðu og laða fram góðar hugmyndir.
Jón Ólafsson heimspekingur leiðir þetta metnaðarfulla rannsóknarverkefni. Hann segir að margir hafi orðið ósáttir við að stjórnarskrárdrög Stjórnlagaráðs skyldu daga uppi hjá Alþingi, sem hafi ekki einu sinni greitt atkvæði um frumvarpið.„Það er hinsvegar enginn vafi á því að öll sú umræða, samráð og vinna Stjórnlagaráðs hefur móta skilning þjóðarinnar á því hvaða breytingar þarf að gera á núgildandi stjórnarskrá. Ekkert þeirra ákvæða sem verið er að vinna að í þessu nýja stjórnarskrárferli en andstætt þeim áherslum og óhætt að segja að umræðan um þessi ákvæði sem nú er verið að vinna með sé undir sterkum áhrifum frá tillögu Stjórnlagaráðs.“
í minnisblaði forsætisráðherra frá Janúar 2018 er sett fram áætlun um endurskoðun stjórnarskrárinnar í tveim hlutum. Á þessu kjörtímabili verður fjallað um sjö viðfangsefni: embætti forseta Íslands, náttúruauðlindir og umhverfismál, ákvæði um endurskoðun stjórnarskrárinnar og þjóðaratkvæðagreiðslur og almennar kosningar og einnig ákvæði um alþjóðlega samninga.
Að samræma stofnanir, þátttöku og almannahag
26. september 2019. Robert Talisse, prófessor við Venderbilt háskóla ræðir um skautun
Í Veröld, húsi Vigdísar
Í nýjustu bók sinni Lýðræðinu ofgert (e. Overdoing democracy) ræðir tekst Talisse á við þá skautun (Polarization) sem virðist fara sífellt versnandi í Bandaríkjunum og reyndar víða í Evrópu líka. Talisse bendir á að þrátt fyrir að margir telji að lausnin á þessum vanda sé að hvetja borgara til aukinnar þátttöku og stjórnmálamenn til þess að eiga aukin samskipti við borgarana, sýni rannsóknir þessar tilraunir hafi oft haft þveröfug áhrif og aukið skautunina.
Talisse telur að þennan vanda megi rekja til rangrar greiningar á ástæðum vandans. Vandinn sé frekar að fylkingastjórnmál og flokkadrættir hafi gegnumsýrt alla nær alla þætti samfélagsins.Í dag hafa ótrúlegust hversdagsathafnir verið tengdar við stjórnmálaskoðanir og fylkingar, hvort sem um er að ræða val okkar sem neytenda, vinnustaðir, starfsstéttir, trúarbrögð, íþróttir eða jafnvel útivist, er reynt að tengja hugmyndafræði. Vandinn sem Talisse vill draga fram er hættan sem skapast af því þegar flokkadráttum stjórnmálanna er leyft að smjúga inn á öll svið hins sameiginlega.Þegar við leyfum því að gerast erum við að draga úr möguleikum okkar ti þess að byggja upp það félagslega traust og samvinnu sem samfélag þarf á að halda til þess að geta sammælst um að leysa ágreining sinn á málefnalegan hátt á vettvangi lýðræðisins. Ef við myndum vilja setja þetta í slagorð: Þegar við ofgerum lýðræðinu gröfum við undan því. Lausnin er að tryggja að til séu félagsleg „friðuðum svæðum“,—ef svo má að orði komast— þar sem við tökum þátt í sameiginlegum verkefnum og áhugamálum, sem manneskjur og samborgarar. Hugmyndin er ekki að bæla þurfi niður skoðanir fólks heldur að þær eigi
Lýðvistun og samráð um stjórnarskrárbreytingar
Samráð um stjórnarskrá er samstarfsverkefni Íbúa ses. og rannsóknahóps öndvegisverkefnisins Lýðræðisleg stjórnarskrárgerð við Háskóla Íslands, sem nýtur styrks frá Rannís. Samráðið er hannað í samstarfi við forsætisráðuneytið í tengslum við endurskoðun á Stjórnarskrá Íslands.
Samráðsvefurinn á Betra Ísland
Samráðið stóð yfir frá 26. september til 20. október 2019. Á þeim tíma gáðu allir heimsótt vefinn og skráð sig inn á hann, tekið þátt í umræðum, sett fram hugmyndir og tillögur og greitt atkvæði með eða á móti hugmyndum og röksemdum annarra. Niðurstöður samráðsins verða nýttar við gerð frumvarpa um breytingar á Stjórnarskrá sem unnið verður að á næsta ári. Þær verða einnig notaðar í rannsóknum verkefnahópsins.
Auk opins samráðs á vef Betra Íslands, hafa rannsóknahópurinn og Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands einnig unnið að skipulagningu Rökræðukönnunar (Deliberative Poll) með stjórnvöldum. Skoðanakönnun var gerð síðastliðið sumar og í framhaldi af henni verður haldinn umræðufundur 9.-10. nóvember.