26. september 2019. Robert Talisse, prófessor við Venderbilt háskóla ræðir um skautun
Í Veröld, húsi Vigdísar
Í nýjustu bók sinni Lýðræðinu ofgert (e. Overdoing democracy) ræðir tekst Talisse á við þá skautun (Polarization) sem virðist fara sífellt versnandi í Bandaríkjunum og reyndar víða í Evrópu líka. Talisse bendir á að þrátt fyrir að margir telji að lausnin á þessum vanda sé að hvetja borgara til aukinnar þátttöku og stjórnmálamenn til þess að eiga aukin samskipti við borgarana, sýni rannsóknir þessar tilraunir hafi oft haft þveröfug áhrif og aukið skautunina.
Talisse telur að þennan vanda megi rekja til rangrar greiningar á ástæðum vandans. Vandinn sé frekar að fylkingastjórnmál og flokkadrættir hafi gegnumsýrt alla nær alla þætti samfélagsins.Í dag hafa ótrúlegust hversdagsathafnir verið tengdar við stjórnmálaskoðanir og fylkingar, hvort sem um er að ræða val okkar sem neytenda, vinnustaðir, starfsstéttir, trúarbrögð, íþróttir eða jafnvel útivist, er reynt að tengja hugmyndafræði. Vandinn sem Talisse vill draga fram er hættan sem skapast af því þegar flokkadráttum stjórnmálanna er leyft að smjúga inn á öll svið hins sameiginlega.Þegar við leyfum því að gerast erum við að draga úr möguleikum okkar ti þess að byggja upp það félagslega traust og samvinnu sem samfélag þarf á að halda til þess að geta sammælst um að leysa ágreining sinn á málefnalegan hátt á vettvangi lýðræðisins. Ef við myndum vilja setja þetta í slagorð: Þegar við ofgerum lýðræðinu gröfum við undan því. Lausnin er að tryggja að til séu félagsleg „friðuðum svæðum“,—ef svo má að orði komast— þar sem við tökum þátt í sameiginlegum verkefnum og áhugamálum, sem manneskjur og samborgarar. Hugmyndin er ekki að bæla þurfi niður skoðanir fólks heldur að þær eigi