Home » Fréttir » Málþing: Opið lýðræði og nýjar lýðræðislegar stofnanir

Málþing: Opið lýðræði og nýjar lýðræðislegar stofnanir

Málþing á Netinu 4. desember 2020, kl 13.00-16.00

Málstofan er haldin í samvinnu við skrifstofu forsætisráðherra og OECD

Mikil þróun á sér nú á sviði þátttökulýðræðis og í fjölda landa hafa farið fram áhugaverðar lýðræðistilraunir síðustu misseri, þrátt fyrir áhyggjur margra af getu lýðræðislegra stofnana til að takast á við djúpan pólitískan ágreining, efnahagskreppu og stórfelda truflun daglegs lífs vegna heimsfaraldursins sem nú stendur yfir.

Á næstu árum gætu þessar lýðræðisnýjungar umbreytt hinni rógrónu hugmynd um lýðræði eins og við þekkjum það, sem vettvang þar sem kjörnir fulltrúar sem móta stefnuna og taka ákvarðanir studdir sérhæfðri stjórnsýslu. Almenningur mun í auknu mæli krefjast þess—og búast við—að fá aðkomu að ákvörðunum á öllum stigum. Ekki aðeins að frá að greiða atkvæði um stefnumál valin af stjórnmálamönnum, heldur að taka þátt í mótun þessara stefnumála til lengri og skemmri tíma og vega og meta valkosti.

Málstofan hefst á umræðum um nýja bók Hélène Landemore, Open Democracy: Reinventing popular rule for the 21st Century, sem færir rök fyrir mótun lýðræðislegara stofnanaumgjörðar sem byggist á þátttöku almennings í ákvörðunartöku, fremur en valdi kjörinna fulltrúa. Lýðræði sem er ekki kosningamiðað en endurspeglar þrátt fyrir það betur vilja almennings en hefðbundið kosningalýðræði. Að lokinni kynningu höfundar heyrum við viðbrögð frá Salvöru Nordal, Jóni Ólafssyni og Alex Hudson sem munu ræða um meginniðurstöður bókarinnar og umræðu höfundar um gerð frumvarps Stjórnlagaráðs og merkingu þess fyrir lýðræðisþróun almennt.

Í seinnihluta málstofunnar verður fjallað um merkingu bókar Landemore í ljósi nýútkominnar skýrslu OECD, Innovative Citizen Participation and New Democratic Institutions: Catching the Deliberative Wave. Claudia Chwalisz frá The Open Government Unit mun kynna skýrsluna sem fjallar um hvernig rökræðulýðræðisaðferðir virka í ólíku menningarlegu samhengi og dregur fram lærdóma og leiðir sem gætu gagnast við stefnumótun fyrir stjórnmálamenn sem hafa áhuga á að þróa vandað almannasamráð.

Málþingið er opið öllum án endurgjalds en þátttakendur eru beðnir um að skrá sig hér: https://www.eventbrite.co.uk/e/open-democracy-and-new-democratic-institutions-tickets-130395353011

Workshop Program:

13.00-13.05 Setning málstofu
Oddur Þorri Viðarsson, Forsætisráðuneytinu.

13.05-13.35 New book – Open Democracy: Reinventing Popular Rule for the 21st Century
Hélène Landemore, Yale University 

13.35-14.00 Pallborðsumræður
Jón Ólafsson, HÍ. Salvör Nordal, HÍ og Alexander Hudson, rannskakandi hjá Max Planck stofnuninni.

14:00-14:20 Q&A

14:20-14:45 Break

14:45-15:15 Kynning á niðurstöðum OECD-skýrslunnar Catching the Deliberative Wave
Claudia Chwalisz, einn höfunda OECD skýrslunnar.

15:15-15:40 Panel discussion
Claudia Chwalisz, Hélène Landemore, Jón Ólafsson, Salvör Nordal, Alexander Hudson

15:40-16:00 Q&A

16:00 Lokaorð


Leave a comment

The DCD Podcast

Hlaðvarpið Lýðræðisleg stjórnarskrárgerð

Myndir frá rökræðufundinum