Í nýjasta þætti hlaðvarpsins ræðir Sævar Finnbogason Valgerði Björk Pálsdóttur og Jón Ólafsson prófessor frá rannsóknarverkefninu um lýðræðislega stjórnarskrárgerð um sjónarmið þátttakenda í rökræðufundinum og hvernig til tókst, líkurnar á því að takist að breyta stjórnarskránni, af hverju ekki var rætt um ákvæðið umnáttúruauðlindir á rökræðufundinum. Bendir reynslan af þessari tilraun til þess að rökræðukannanir virki í íslensku samhengi?