26. Janúar 2010
Niðurstöður rökræðufundarins sýna að þátttaka í rökræðum og tækifæri til þess að spyrja sérfræðinga hefur áhrif á skoðanir þátttakenda á íslensku stjórnarskránni og breytingum á henni. Í sumum tilfellum voru þessar breytingar verulegar.
Rökræðufundurinn í Laugardalshöll var lokaáfanginn í rökræðukönnuninni sem hófst með skoðanakönnun Félagsvísindastofnunar sumarið 2019. Þar var stór hópur spurður um afstöðu til ýmissa málefna í sambandi við stjórnarskrárbreytinganna sem ríkisstjórn Íslands hefur lagt áherslu á að verði afgreiddar á þessu kjörtímabili.
Þátttakendum í könnuninni var í framhaldi boðið að taka þátt í rökræðufundinum í Laugardalshöll sem fram fór dagana 9 til 10 nóvember. 233 þekktust boðið, eða um 10% af svarendum í könnun Félagsvísindastofnunar.
Á rökræðufundinum var þátttakendum skipt í 27 hópa sem m.. ræddu m.a. eftirfarandi málefni: þjóðaratkvæðagreiðslur, sjónarskrárbreytingar, embætti forseta Íslands og Landsrétt. Í lok fundarins svöruðu þátttakendur út spurningalista um viðhorf þeirra til þessara málefna og voru auk þess spurðir stjórnmálaviðhorf og gildi stjórnmálaþátttöku.
Niðurstöðurnar voru mjög áhugaverðar. Í sumum málefnum urðu ekki stórvægilegar breytingar á skoðunum fólks eftir rökræðufundinn. Til að mynda varðandi embætti forseta Íslands. En í öðrum málum breyttust viðhorf verulega. Til að mynda varðandi það hvað stjórnarskráin ætti að segja um alþjóðlega samninga og Landsrétt.
Nánari upplýsingar og skýrslur um niðurstöður rökræðukönnunarinnar má nálgast hér.
Hægt er að hlaða niður PDF skjal með glærum frá kyninningunni hér.