Samráð um stjórnarskrá er samstarfsverkefni Íbúa ses. og rannsóknahóps öndvegisverkefnisins Lýðræðisleg stjórnarskrárgerð við Háskóla Íslands, sem nýtur styrks frá Rannís. Samráðið er hannað í samstarfi við forsætisráðuneytið í tengslum við endurskoðun á Stjórnarskrá Íslands.
Samráðsvefurinn á Betra Ísland
Samráðið stóð yfir frá 26. september til 20. október 2019. Á þeim tíma gáðu allir heimsótt vefinn og skráð sig inn á hann, tekið þátt í umræðum, sett fram hugmyndir og tillögur og greitt atkvæði með eða á móti hugmyndum og röksemdum annarra. Niðurstöður samráðsins verða nýttar við gerð frumvarpa um breytingar á Stjórnarskrá sem unnið verður að á næsta ári. Þær verða einnig notaðar í rannsóknum verkefnahópsins.
Auk opins samráðs á vef Betra Íslands, hafa rannsóknahópurinn og Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands einnig unnið að skipulagningu Rökræðukönnunar (Deliberative Poll) með stjórnvöldum. Skoðanakönnun var gerð síðastliðið sumar og í framhaldi af henni verður haldinn umræðufundur 9.-10. nóvember.