Sævar Finnbogason skrifar:
Þó að mikil umræða hafi farið fram um stjórnarskrá lýðveldisins í kjölfar efnahagshrunsins 2008 má segja að ferlið hafi formlega hafist í júní 2010 þegar Alþingi samþykkti frumvarp um stjórnlagaþing. Síðar á því ári, þann 6. nóvember, var efnt til þjóðfundar þar sem tæplega 1000 manna hópur sem valinn var með slembivali ræddi helstu gildi og áhersluatriði stjórnarskrár á eins dags fundi sem haldinn var 2010, og áttu niðurstöður hans að nýtast stjórnlagaþinginu í vinnu sinni.
Vefsíða Þjóðfundarins er opin og geymir ýtarlegar upplýsingar um allt sem viðkemur fundinum, fundarformið og niðurstöður fundarins á ýmsu formi meðal annars aðgengileg sem orðaský sem sýna með myndrænum hætti hvaða gildi fundarmenn lögðu áherslu á, en einnig þær ábendingar og gögn sem urðu til á fundinum.
Þjóðfundurinn 2010 var áhugaverður fyrir margra hluta sakir. Ein leið til að lýsa fundinum er að tala um risastóra hugmyndasamkomu (collective brainstorming). Markmið fundarins var ekki að koma sér saman um eiginlegar tillögur eða rökræða ályktanir sem stjórnlagaþingið ætti síðan að fjalla um, heldur að kalla fram þau gildi sem fólk óskaði að þess að yrðu höfð í hávegum í stjórnarskrárvinnunni og þeirri stjórnarskrá sem úr yrði. Það er ljóst að þátttakendur á fundinum lýstu honum almennt sem valdeflandi og jákvæðri upplifun og óhætt að segja að hann hefur haft mikil jákvæð áhrif á viðhorf Íslendinga til almenningssamráðs. Þegar horft er til þess að á fundinum sátu 950 manns, slembivalin af landinu öllu, frá 18 ára til 91 árs að aldri, auk um 200 aðstoðarmanna af ýmsu tagi, sem langflest upplifðu fundinn sem jákvæða og merkilega reynslu, hefur það mikil áhrif í jafn fámennu samfélagi og Íslandi. En þá voru rétt tæp 228.000 á kjörskrá.
Þegar horft er í baksýnisspegilinn er vandinn við þessa nálgun út frá sjónarhorni rökræðulýðræðis og þeirra sem telja að opna þurfi almenningi leiðir til þess að hafa raunveruleg áhrif með þátttöku vor upplegg og afurðir fundarins. Frekar en að færu fram skipulegar rökræður um einstök atriði fyrirhugaðrar stjórnarskrár, sem er umræða sem getur reynt á og tekið lengri tíma snerist fundurinn um einskonar lýðvistun (Crowd sourcing) gilda. Þó að hann drægi vissulega fram þau atriði sem voru efst í umræðunni veitti hann engar skýrar upplýsingar um forgangsröðun eða útfærslur á einstaka atriðum. Flestir eru sennilega sammála um að jafnrétti, réttlæti, lýðræði og heiðarleiki séu mikilvæg gildi, en það er ekki eins víst að allir séu sammála um það hvað þarf til að skapa gott lýðræði að hvað um það hvað nákvæmlega þarf að standa í stjórnarskránni gera til að samfélagið geti talist réttlátt. Þetta er ástæðan fyrir því að í lýðræðislegu samhengi er núorðið fyrst og fremst horft til Rökræðukannana og Borgaraþinga þegar slembival er annars vegar. Með því að benda á þessa galla á þjóðfundinum er eins og áður sagði ekki gert lítið úr mikilvægi hans eða upplifun fundarmanna.
Það mikilvæga við þjóðfund Mauraþúfunnar 2009 og Þjóðfundinn 2010 er að þeir ruddu brautina. Þeir veittu venjulegum Íslendingum sem annað hvort bauðst að taka þátt eða þekktu einhvern þátttakanda innsýn inn í það venjulegt fólk valið af handahófi er fullfært um að setjast niður með ókunnugum og fjalla um flókin og alvarleg mál, og gera það á ígrundaðan hátt.
Hér má má hlýða á stórfróðleg haðvarpsviðtöl Kartrína Oddsdóttur fyrir hlaðvarið okkar, Lýðræðisleg stjórnarskrárgerð við þá Lárus Ými Óskarsson, leikstjóra, og Bjarna Snæbjörn Jónsson, doktor í stjórnun og leiðtogafræðum um Mauraþúfuna og þjóðfundina
Þjóðfundurinn 2010 — fyrri hluti
Árið 2010 var haldinn þjóðfundur um þau gildi sem ættu að grundvalla nýja stjórnarskrá fyrir Ísland. Í þessum þætti ræðir Katrín Oddsdóttir við Lárus Ými Óskarsson og Bjarna Snæbjörn Jónsson, skipuleggjendur þjóðfundarins, um tilgang, aðferð og útkomu fundarins.
Þjóðfundurinn 2010 — seinni hluti: lærdómur til framtíðar?
Í þessum þætti ræðir Katrín Oddsdóttir við Lárus Ými Óskarsson, leikstjóra, og Bjarna Snæbjörn Jónsson, doktor í stjórnun og leiðtogafræðum, um stöðu og þróun lýðræðis meðal annars út frá íslenska stjórnarskrárferlinu