Home » Fróðleikur » Gagnlegar innlendar slóðir

Gagnlegar innlendar slóðir

Hér er að finna ýmsan fróðleik og tengla um stjórnarskrármálefni og gögn sem tengjast vinnu við stjórnarskrárbreytingar. Þetta er alls ekki tæmandi listi, en ætti að gefa yfirsýn um það sem hefur verið efst á baugi frá síðustu aldamótum.

Stjórnarskrá Íslands.
Ensk þýðing stjórnarskrárinnar.

Gagnasafn

Stjórnlagaráð kom upp rafrænu gagnasafni til stuðnings við stjórnarskrárvinnu sína. Þar er safnað saman margvíslegu efnisem nær bæði til fræðilegrar umfjöllunar og fjölmiðlaumræðu um stjórnarskrármál.

Gagnasafn á vef Stjórnlagaráðs:
http://www.stjornlagarad.is/gagnasafn/

Stjórnlaganefnd 2010-2011

Stjórnlaganefnd undirbjó starf Stjórnlagaráðs m.a. með skýrslu þar sem farið er yfir sögu stjórnarskrárumræðu og stjórnarskrárbreytinga á lýðveldistímanum.

Skýrsla stjórnlaganefndar 1:
http://www.stjornlagarad.is/other_files/stjornlagarad/skyrsla-stjornlaganefndar/skyrsla_stjornlaganefndar_fyrra_bindi.pdf

Skýrsla stjórnlaganefndar 2:
http://www.stjornlagarad.is/other_files/stjornlagarad/skyrsla-stjornlaganefndar/skyrsla_stjornlaganefndar_seinna_bindi.pdf

Stjórnlagaráð 2011

Alþingi skipaði Stjórnlagaráð í mars 2011. Í því var þeim boðið sæti sem kosnir höfðu verið fulltrúar á Stjórnlagaþingi í nóvember 2010, en Hæstiréttur ógilti kosningarnar vegna tæknilegra ágalla á framkvæmd þeirra. 25 fulltrúar voru kosnir á Stjórnlagaþing og tóku 24 þeirra sæti í Stjórnlagaráði, en einn hafnaði þátttöku. Sá frambjóðandi sem lent hafði í 26 sæti í Stjórnlagaþingskosningunum tók því sæti í ráðinu. Stjórnlagaráð samdi frumvarp til nýrrar stjórnarskrár sem afhent var Alþingi í byrjun ágúst 2011. Alþingi greiddi aldrei atkvæði um frumvarpið.

Vefur Stjórnlagaráðs
http://www.stjornlagarad.is

Frumvarp Stjórnlagaráðs með skýringum:
http://www.stjornlagarad.is/other_files/stjornlagarad/Frumvarp_med_skyringum.pdf

Ensk þýðing á frumvarpi Stjórnlagaráðs:
http://stjornarskrarfelagid.is/?page_id=2619

Þjóðaratkvæðagreiðsla 2012

Haldin var þjóðaratkvæðagreiðsla um frumvarp Stjórnlagaráðs og spurt að auki um afstöðu fólks til nokkurra mögulegra ákvæða í nýrri stjórnarskrá.

Bæklingur sem útskýrir efni þjóðaratkvæðagreiðslunnar:
http://www.thjodaratkvaedi.is/2012/images/thjodaratkvaedi_okt2012_LAEST.pdf

Niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslunnar:
https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2012/10/30/Auglysing-um-nidurstodur-thjodaratkvaedagreidslunnar-20.-oktober-2012/

Stjórnarskrárnefnd 2013

Eftir kosningar til Alþingis 2013 skipaði forsætisráðherra Stjórnarskrárnefnd sem ætlað var að vinna að frumvarpi um stjórnarskrárbreytingar á kjörtímabilinu 2013 til 2017. Nefndin lagði fram þrjú frumvörp til nýrra greina stjórnarskrár um auðlindir, umhverfi og þjóðaratkvæaðgreðislur að frumkvæði almennings en þessi frumvörp hlutu ekki brautargengi áður en þingi var slitið.

Um störf stjórnarskrárnefndar:
https://www.stjornarradid.is/verkefni/stjornskipan-og-thjodartakn/stjornarskrain/stjornarskrarnefnd-2013-2017/   

Yfirlit yfir stjórnarskrárvinnu undanfarinna ára og áratuga:
https://www.stjornarradid.is/verkefni/stjornskipan-og-thjodartakn/stjornarskrain/

Ný frumvörp í vinnslu um stjórnarskrárákvæði

Drög að frumvarpi forsætisráðherra um auðlindir:
https://samradsgatt.island.is/oll-mal/$Cases/Details/?id=1387

Drög að frumvarpi forsætisráðherra um umhverfisvernd:
https://samradsgatt.island.is/oll-mal/$Cases/Details/?id=1388

Gagnasafn

Stjórnlagaráð kom upp rafrænu gagnasafni til stuðnings við stjórnarskrárvinnu sína. Þar er safnað saman margvíslegu efnisem nær bæði til fræðilegrar umfjöllunar og fjölmiðlaumræðu um stjórnarskrármál.

Gagnasafn á vef Stjórnlagaráðs:
http://www.stjornlagarad.is/gagnasafn/

Leslisti Indriða

Indriði Indriðason, prófessor í stjórnmálafræði við Univeristy of California – Riverside birti lista yfir lesefni á vefsíðu sinni 2010 sem hann taldi vera „skyldulesningu“ þeirra sem ætluðu sér að vinna að endurskoðun stjórnarskrár. Listinn er auðvitað orðinn níu ára gamall og þarfnast uppfærslu, en getur enn verið gagnlegur eigi að síður.

Skyldulesningin:
http://www.constitutionalassembly.politicaldata.org/Leslisti.pdf

The DCD Podcast

Hlaðvarpið Lýðræðisleg stjórnarskrárgerð

Myndir frá rökræðufundinum