Home » Fréttir (Page 3)

Category Archives: Fréttir

Stjórnarskrárbreytingar í fordæmalausu ástandi

SavarSkoðanapistill: Sævar Finnbogason skrifar:

Nú eru liðin rúmlega sjö ár frá þjóðaratkvæðagreiðslunni um frumvarp Stjórnlagaráðs, ný efnahagskreppa er að ganga í garð og enn er beðið eftir breytingum á stjórnarskrá lýðveldisins.

Rannsóknarverkefnið Lýðræðisleg stjórnarskrárgerð hefur haldið utan um rökræðukönnun sem er hluti af því almenningssamráði sem almenningssamráði sem kveðið er á um í áætlun um endurskoðun stjórnarskrárinnar í áföngum yfir tvö kjörtímabil. Í nóvember síðastliðnum fór sjálfur rökræðufundurinn fram. Þar ræddu 230 slembivaldir Íslendingar um fimm málefni sem áætlunin gerir ráð fyrir að lokið verði við breytingar á í lok kjörtímabilsins 2018-2021. Þetta eru ákvæði um þjóðaratkvæðagreiðslur, framsal valdheimilda í þágu alþjóðasamvinnu, kaflinn um forseta lýðveldisins og loks ákvæði um hvernig stjórnarskránni er breytt. En auk þeirra á einnig að ljúka umfjöllun um þjóðareign á náttúruauðlindum og umhverfis- og náttúruvernd.

Á vefnum Betra Ísland fór einnig fram lýðvistun í aðdraganda rökræðukönnunarinnar

Þar sem ekki liggja enn fyrir fullmótaðar tillögur um neitt af þessu er ljóst að það er mikil vinna framundan ef Alþingi á að takast að klára þessa vinnu á því ári sem er til stefnu fram að alþingiskosningum 2021. 

Til að gera stöðuna enn snúnari er orðið ljóst að Covid-19 heimsfaraldurinn mun leiða djúprar efnahagskreppu, þeirrar dýpstu síðan kreppan mikla (e. Great Depression) geisaði á fyrri hluta síðustu aldar að mati Alþjóða gjaldeyrissjóðsins og ljóst að áhrifin verða mikil á Íslandi. Efnahagskrísur leiða að vísu oft til endurmats á stjórnmálunum og valdastrúktúrum í samfélaginu líkt og gerðist á Íslandi í kjölfar hrunsins 2008. Munurinn á ástandinu nú og þá er einkum sá að þá skapist hávær krafa um víðtæka endurskoðun stjórnarskrárinnar sem átti að stórum hluta rætur í því vantrausti í garð stjórnmálanna sem blossaði upp í kjölfar hrunsins. 

Nú erum við hinsvegar stödd í miðri á og sú efnahagskreppa sem nú er framundan er í raun engum að kenna nema veiruófétinu. Þetta er eins og oft hefur verið sagt, fordæmalaust ástand, þar sem einn af burðarásum efnahagslífsins á Íslandi hefur bókstaflega þurrkast út og fjöldi manns misst vinnuna með afleiðingum sem munu bergmála um allt hagkerfið.

Einhverjir segja ef til vill að við þessar aðstæður geti stjórnarskrárbreytingar varla verið fólki ofarlega í hug og framkvæmdavaldið og löggjafinn eigi að einbeita sér að þessu neyðarástandi. En sem betur fer getur Alþingi Íslendinga sinnt fleiru en einu í einu. 

Heimsfaraldurinn breytir því ekki sem öll sú umræða sem farið hefur fram síðustu tólf árin, þjóðaratkvæðagreiðslan 2012, margar skoðanakannanir síðan og rökræðukönnunin sem stjórnvöld sjálf stóðu fyrir, sýna að þessi mál brenna flest á þjóðinni. Það yrði því sorglegt ef enn eitt kjörtímabilið liði án þess að stjórnmálaflokkarnir gætu breytt stjórnarskránni í samræmi við það. Stjórnmálaflokkarnir gætu afstýrt því með því að koma sér saman um að afgreiða í það minnsta tillögur um mikilvægar stjórnarskrárbreytingar eins og ákvæði um náttúruauðlindir, þjóðaratkvæði og löggjafarfrumkvæði borgara fyrir næstu Alþingiskosningar. Það myndi efla tiltrú á að Alþingi sem hefur legið undir því ámæli að ráða hreinlega ekki við það verkefni að breyta stjórnarskránni.

Geta slembivaldir kviðdómar aukið þekkingu og traust í aðdraganda atkvæðagreiðslu?

This image has an empty alt attribute; its file name is 27164972_1544010935653076_1251062532068831349_o-1024x1024.jpg

Geta slembivaldir kviðdómar miðlað góðum og trúverðugum upplýsingum til kjósenda í aðdraganda almennra atkvæðagreiðslna sem stjórnvöld standa að? Fjöldi rannsókna sýnist að slíkir kviðdómar (e. Citizens’ Initiative Review) kjósendur telja þá auka traust og greiða fyrir vandaðri skoðanamyndun þegar kemur að því að ákveða sig í aðdraganda almennra atkvæðagreiðslna. Slíkir kviðdómar hafa rutt sér til rúms í Oregon þar sem þeir veita kjósendum upplýsingar um í aðdraganda atkvæðagreiðslna sem fara fram að frumkvæði borgaranna. Það eru hinsvegar ekki fordæmi fyrir því að nýta slíka kviðdóma utan Bandaríkjanna eða til að fjalla um almennar atkvæðagreiðslur að frumkvæði stjórnvalda, fyrr en nú.Geta slembivaldir kviðdómar miðlað góðum og trúverðugum upplýsingum til kjósenda í aðdraganda almennra atkvæðagreiðslna sem stjórnvöld standa að? Fjöldi rannsókna sýnist að slíkir kviðdómar (e. Citizens’ Initiative Review) kjósendur telja þá auka traust og greiða fyrir vandaðri skoðanamyndun þegar kemur að því að ákveða sig í aðdraganda almennra atkvæðagreiðslna. Slíkir kviðdómar hafa rutt sér til rúms í Oregon þar sem þeir veita kjósendum upplýsingar um í aðdraganda atkvæðagreiðslna sem fara fram að frumkvæði borgaranna. Það eru hinsvegar ekki fordæmi fyrir því að nýta slíka kviðdóma utan Bandaríkjanna eða til að fjalla um almennar atkvæðagreiðslur að frumkvæði stjórnvalda, fyrr en nú.
Maija Setälä og kollegar hennar í PALO rannsóknarverkefninu stóðu á dögunum fyrir fyrir slíkum kviðdómi vegna atkvæðagreiðslu um sameiningu sveitarfélaga í Korsholm í Finnlandi.Atkvæðagreiðslan fór fram að frumkvæða sveitarstjórnarinnar og var málefnið allumdeilt.
Engu að síður kom í ljós að þátttakendur í kviðdómnum voru ánægðir með rökræðuferlið og mikill meirihluti bar traust til kviðdómsins og þótti þær upplýsingar sem hann tók saman gagnlegar. Ennfremur leiddi rannsókn PALO í ljós að við lestur á bæklingnum sem kviðdómurinn tók saman jókst staðreyndaþekking og traust á kviðdómnum

Kynning á niðurstöðum rökræðukönnunar

26. Janúar 2010
Niðurstöður rökræðufundarins sýna að þátttaka í rökræðum og tækifæri til þess að spyrja sérfræðinga hefur áhrif á skoðanir þátttakenda á íslensku stjórnarskránni og breytingum á henni. Í sumum tilfellum voru þessar breytingar verulegar.

Rökræðufundurinn í Laugardalshöll var lokaáfanginn í rökræðukönnuninni sem hófst með skoðanakönnun Félagsvísindastofnunar sumarið 2019. Þar var stór hópur spurður um afstöðu til ýmissa málefna í sambandi við stjórnarskrárbreytinganna sem ríkisstjórn Íslands hefur lagt áherslu á að verði afgreiddar á þessu kjörtímabili.

Þátttakendum í könnuninni var í framhaldi boðið að taka þátt í rökræðufundinum í Laugardalshöll sem fram fór dagana 9 til 10 nóvember. 233 þekktust boðið, eða um 10% af svarendum í könnun Félagsvísindastofnunar.

Á rökræðufundinum var þátttakendum skipt í 27 hópa sem m.. ræddu m.a. eftirfarandi málefni: þjóðaratkvæðagreiðslur, sjónarskrárbreytingar, embætti forseta Íslands og Landsrétt. Í lok fundarins svöruðu þátttakendur út spurningalista um viðhorf þeirra til þessara málefna og voru auk þess spurðir stjórnmálaviðhorf og gildi stjórnmálaþátttöku.

Niðurstöðurnar voru mjög áhugaverðar. Í sumum málefnum urðu ekki stórvægilegar breytingar á skoðunum fólks eftir rökræðufundinn. Til að mynda varðandi embætti forseta Íslands. En í öðrum málum breyttust viðhorf verulega. Til að mynda varðandi það hvað stjórnarskráin ætti að segja um alþjóðlega samninga og Landsrétt.

Nánari upplýsingar og skýrslur um niðurstöður rökræðukönnunarinnar má nálgast hér.

Hægt er að hlaða niður PDF skjal með glærum frá kyninningunni hér.

Almenningssamráð um stjórnarskrárgerð

This image has an empty alt attribute; its file name is jon_olafsson_90906_001-1024x683-1.jpg
Jón Ólafsson

Stjórnarskrá Íslands verður breytt á þessu kjörtímabili og samkvæmt áætlun forsætisráðherra er gert ráð fyrir víðtæku samráði við almenning. Rannsóknarverkefnið Lýðræðisleg stjórnarskrárgerð, sem er fjármagnað með styrk frá Rannís, ásamt Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands, munu skipleggja og halda utan um þetta samrá. EInnig er gret ráð fyrir lýðvistun sem hluta af þessu samráði sem verður framkvæmd í samvinnu við Íbúa SES.

þessi áhersla á samráð er í samræmi við þann skýra vilja sem hefur verið áberandi síðustu 11 árin —eftir hrun— um að venjulegir borgarar geti haft meiri áhrif á stjórnmálin á öllum stigum.Í ljósi þess að stjórnvöld hafa líst skýrum vilja til þess að leita eftir sjónarmiðum almennings hafa Háskólinn og Íbúar boðið þekkingu og krafta sína til þess að það samráð sem áætlað er geti orðið skilvirkt, uppbyggilegt og trúverðugt og til þess að tryggja að rödd allra heyrist. 

Veigamikill þáttur í þessu samráðsferli er rökræðukönnun sem haldin verður í haust. Út frá rannsóknarsjónarmiði býður hún upp á einstakt tækifæri sem hefðbundnar skoðanakannanir bjóða ekki til þess að dýpka þekkingu á því hvernig skoðanir fólks breytast þegar fólk hefur aðgang að vönduðum upplýsingum og tækifæri til þess að ræða við að samborgara sína um tiltekin málefni.

Félagsvísindastofnun lauk fyrsta hluta rökræðukönnunarinnar í sumar þegar framkvæmd var stór skoðanakönnun. Síðari hluti hennar fer fram 9 til 10 nóvember, þar sem 300 manns úr úrtaki skoðanakönnunarinnar í sumar verður boðið að raka þátt í rökræðufundi. Íbúar ses. hafa hafa útbúið samráðsgátt um stjórnarskrárbreytingar á Betra Ísland.is sem byggir á svipuðum grunni og Betri Reykjavík sem Íbúar hönnuðu og margir þekkja.

Flestir gera ráð fyrir því að Íslendingar séu meira sammála en ósammála um það hvaða greinum stjórnarskrárinnar er mest áríðandi að breyta, en á netinu er oft erfitt að halda utan um umræðuna og halda henni á nálefnalegum og uppbyggilegum nótum. AUk þess sem erfitt getur verið fyrir þátttakendur að hafa yfirsýn yfir hana. Stjórnarskrársamráðgáttin er hönnuð með það fyrir augum að gera það auðvelt að setja fram hugmyndir og rökstyðja þær og til þess að notendur geti haft yfir sýn yfir umræðuna. Þannig er markmiðið að efla ígrundaða og vandaða umræðu og laða fram góðar hugmyndir.

Jón Ólafsson heimspekingur leiðir þetta metnaðarfulla rannsóknarverkefni. Hann segir að margir hafi orðið ósáttir við að stjórnarskrárdrög Stjórnlagaráðs skyldu daga uppi hjá Alþingi, sem hafi ekki einu sinni greitt atkvæði um frumvarpið.„Það er hinsvegar enginn vafi á því að öll sú umræða, samráð og vinna Stjórnlagaráðs hefur móta skilning þjóðarinnar á því hvaða breytingar þarf að gera á núgildandi stjórnarskrá. Ekkert þeirra ákvæða sem verið er að vinna að í þessu nýja stjórnarskrárferli en andstætt þeim áherslum og óhætt að segja að umræðan um þessi ákvæði sem nú er verið að vinna með sé undir sterkum áhrifum frá tillögu Stjórnlagaráðs.“

í minnisblaði forsætisráðherra frá Janúar 2018 er sett fram áætlun um endurskoðun stjórnarskrárinnar í tveim hlutum. Á þessu kjörtímabili verður fjallað um sjö viðfangsefni: embætti forseta Íslands, náttúruauðlindir og umhverfismál, ákvæði um endurskoðun stjórnarskrárinnar og þjóðaratkvæðagreiðslur og almennar kosningar og einnig ákvæði um alþjóðlega samninga.

Að samræma stofnanir, þátttöku og almannahag

26. september 2019. Robert Talisse, prófessor við Venderbilt háskóla ræðir um skautun
Í Veröld, húsi Vigdísar

Robert Talisse

Í nýjustu bók sinni Lýðræðinu ofgert (e. Overdoing democracy) ræðir tekst Talisse á við þá skautun (Polarization) sem virðist fara sífellt versnandi í Bandaríkjunum og reyndar víða í Evrópu líka. Talisse bendir á að þrátt fyrir að margir telji að lausnin á þessum vanda sé að hvetja borgara til aukinnar þátttöku og stjórnmálamenn til þess að eiga aukin samskipti við borgarana, sýni rannsóknir þessar tilraunir hafi oft haft þveröfug áhrif og aukið skautunina. 

Talisse telur að þennan vanda megi rekja til rangrar greiningar á ástæðum vandans. Vandinn sé frekar að fylkingastjórnmál og flokkadrættir hafi gegnumsýrt alla nær alla þætti samfélagsins.Í dag hafa ótrúlegust hversdagsathafnir verið tengdar við stjórnmálaskoðanir og fylkingar, hvort sem um er að ræða val okkar sem neytenda, vinnustaðir, starfsstéttir, trúarbrögð, íþróttir eða jafnvel útivist, er reynt að tengja hugmyndafræði. Vandinn sem Talisse vill draga fram er hættan sem skapast af því þegar flokkadráttum stjórnmálanna er leyft að smjúga inn á öll svið hins sameiginlega.Þegar við leyfum því að gerast erum við að draga úr möguleikum okkar ti þess að byggja upp það félagslega traust og samvinnu sem samfélag þarf á að halda til þess að geta sammælst um að leysa ágreining sinn á málefnalegan hátt á vettvangi lýðræðisins. Ef við myndum vilja setja þetta í slagorð: Þegar við ofgerum lýðræðinu gröfum við undan því. Lausnin er að tryggja að til séu félagsleg „friðuðum svæðum“,—ef svo má að orði komast— þar sem við tökum þátt í sameiginlegum verkefnum og áhugamálum, sem manneskjur og samborgarar. Hugmyndin er ekki að bæla þurfi niður skoðanir fólks heldur að þær eigi 

The DCD Podcast

Hlaðvarpið Lýðræðisleg stjórnarskrárgerð

Myndir frá rökræðufundinum