Home » Fróðleikur » Yfirlit yfir þátttökulýðræði

Yfirlit yfir þátttökulýðræði

Reykjavík

Endurskoðun stjórnarskrár er aðeins eitt af mörgum sviðum lýðræðis þar sem almenningsþátttaka hefur færst í aukana á síðustu áratugum. Hugtakið þátttökulýðræði er yfirheiti yfir fjölda ólíkra aðferða sem gera almenningi kleyft að koma á einn eða annan hátt að pólitískri ákvörðunartöku. Venjulega er gerður greinarmunur á þátttökulýðræði og beinu lýðræði, svo sem þjóðaratkvæðagreiðslna. Í þjóðaratkvæðagreiðslu eru greidd atkvæði um tillögur sem lagðar eru fyrir kjósendur, en í þátttökulýðræði er áhersla á tillögugerðina sjálfa. Það er að segja þátttöku almennings í að móta tillögur og stefnu. þær tillögur sem koma út úr slíku ferli get a síðan farið ólíkar leiðir, til að mynda í gegnum þjóðaratkvæðagreiðslu eða þjóðþing, svo dæmi séu tekin.

Þátttökulýðræði (e. Participatory Democracy) er ekki það sama og rökræðulýðræði (e. Deliberative Democracy), þar sem rökræðulýðræði snýst að stórum hluta um það hvernig rökræðan í kringum ákvörðunartökuna fer fram. En flestar þátttökulýðræðis aðferðir nýta þó aðferðafræðilega innsýn (e. Deliberation) rökræðulýðæðisins til þess að auka gæði ferlanna og geta því fallið undir þá skilgreiningu.

Markmiðið með þessu yfirliti er að draga fram fjölbreytileikann í þátttöku aðferðum og gera grein fyrir muninum á þessum aðferðum, frekar en að gera nákvæmlega grein fyrir því helsta sem er að gerast dag. Við vonum að þetta yfirlit þetta geti nýst nemendum og áhugafólki um lýðræðisþróun til að fá yfirsýn yfir þetta flókna svið.

Margar af þeim leiðum sem stjórnvöld hafa farið til þess að hafa samráð við almenning er þó hægt að aðlaga að öllum stjórnsýslustigum. Í skýrslunni States of Participation: International Best Practice in Civic Engagement eftir Liam O‘Farrell, rannsakanda hjá lýðræðislegri stjórnarskrárgerð, er að finna yfirlit yfir margar af helstu aðferðum til lýðræðislegrar/borgaralegrar þátttöku, auk dæma frá mismunandi löndum. Þetta yfirlit byggir á úrdráttum úr skýrslu Liams og efni frá DCD teyminu.

States of Participation: International Best Practice in Civic Engagement

The DCD Podcast

Hlaðvarpið Lýðræðisleg stjórnarskrárgerð

Myndir frá rökræðufundinum