Um verkefnið

Rannsóknarverkefnið Lýðræðisleg stjórnarskrárgerð (Democratic Constitutional Design) er rannsóknarverkefni sem leitar svara við spurningunni um hvaða lærdóma megi draga af íslenska stjórnarskrárbreytingaferlinu árin 2009 til 2013, og því sem nú er áætlað að standi yfir til ársins 2025, sem megi nýta í rannsóknum á vettvangi þátttöku- og rökræðulýðræðis almennt. Við höfum einnig ráðlagt stjórnvöldum og fylgjast náið með framkvæmd núverandi stjórnarskrárbreytingaferli sem áætlað er að standi yfir til ársins 2025. 

Í rannsóknum okkar sameinum við greiningu á vinnu Stjórnlagaráðs og stjórnarskrárbreytingaferlinu og umræðu um rökræðu- og þekkingarmiðaðar lýðræðiskenningar, sem bæði höfðu áhrif á starfsaðferðir ráðsins og urðu líka fyrir áhrifum af þeim. Verkefnið leiða Jón Ólafsson prófessor í menningarfræði, Valur Ingimundarson prófessor í sögu, Stefanía Óskarsdóttir prófessor í stjórnmálafræði og Björg Thorarensen lagaprófessor.

Fréttir

Getur Alþingi sem nú situr lögfest nýju stjórnarskrána?

Stutta svarið við spurningunni er einfaldlega nei. Alþingi sem nú situr getur ekki lögfest „nýju stjórnarskrána“. Alþingi getur hins vegar samþykkt frumvarp Stjórnlagaráðs eins og hvert annað frumvarp, sé meirihluti fyrir því á Alþingi. Ef til þess kæmi þyrfti síðan að rjúfa þing og boða til kosninga. Ef frumvarpið ætti að taka gildi þyrfti hið nýkjörna þing einnig …

Hvernig er stjórnarskránni breytt og er hægt að finna betri leið til þess?

Það er erfitt að fullyrða um bestu leiðina til að breyta stjórnarskránni og ekki víst að allar breytingar ættu að krefjast sama ferlis. Þannig er í frumvarpi Stjórnlagaráðs gert ráð fyrir tveimur leiðum. Annars vegar meirihlutasamþykkt þings og þjóðaratkvæðagreiðslu í kjölfar þess, hins vegar breyting í einu lagi með ákvörðun þings að því gefnu að ⅚ hlutar þingmanna styddu breytinguna. Þetta var rökstutt með því að smávægilegar breytingar kynni að vera óþarft að bera sérstaklega undir þjóðina.

Hlaðvarpið ræðir við ungt baráttufólk um stjórnarskrána

Síðustu misseri hefur verið mjög lífleg umræða um stjórnarskrárbreytingar meðal ungra kjósenda. Þær Ósk Elvarsdóttir og Gunnhildur Fríða Hallgrímsdóttir hafa verið áberandi á samfélagsmiðlum og eiga að stóran þátt í því að kveikja áhuga nýrra kjósenda á „nýju stjórnarskránni“, fólks sem var margt ekki farið að fylgjast með stjórnmálum fyrir tíu árum þegar Stjórnlagaráð samdi …

Hlaðvarpið

Rannsóknarverkefnið heldur úti tveimur hlaðvörpum.
Hlaðvarpið Lýðræðisleg stjórnarskrárgerð á íslensku og einnig enska hlaðvarpinu DCD Podcast.

Alla þættina má nálgast hér eða með því að gerast áskrifandi gegnum Spotify, Apple Podcasts eða aðrar hlaðvarpstveitur.

2. Ungir Sjálfstæðismenn til varnar „gömlu stjórnarskráinni“

Ungir Sjálfstæðismenn stigu fram til varnar núgildandi stjórnarskrá með vefsíðunni stjornarskra.com. Markmiðið var að leiðrétta ýmislegt sem þau telja misskilning á misskilningi byggt í sambandi við stjórnarskrána og frumvarp stjórnlagaráðs. Við spurðum þær Höllu Mathiesen og Lísbetu Sigurðardóttur hvers þær vilja halda í „gömlu“ stjórnarskrána og hvers vegna þær eru andsnúnar frumvarpinu og hverju þurfi að breyta í þeirri gömlu.

1. Ungir kjósendur og nýja stjórnarskráin

Við ræðum við Gunnhildi Fríðu Hallgrímsdóttur og Ósk Elvarsdóttur sem tókst með hjálp samfélagsmiðla að kveikja mikinn áhuga meðal ungs fólks á „nýju stjórnarskránni“. Við spurðum þær um leyndarmálið á bak við árangurinn, hvernig áhugi þeirra kviknaði og hvers vegna þær vilja frekar að frumvarp Stjórnlagaráð verði fullgilt en að þeirri gömlu verði breytt.

Þáttaröð 2 — Rökræðufundurinn

6. Rökræðufundurinn, stjórnmálin og nýja stjórnarskráin

Við lokum þessari þáttaröð með því að heyra ýmislegt áhugavert sem mínir sem þátttakendur í rökræðufundinum höfðu að segja, t.d. nýju stjórnarskrána, traust í garð stjórnmálanna og þátttöku almennings í lýðræðinu. Auk þess sem við reynum að lesa í og draga saman það sem fram hefur komið í þessum sex þáttum. 

5. Rökræðufundur og hvað svo?

Sævar Finnbogason ræðir við Valgerði Björk Pálsdóttur og Jón Ólafsson prófessor frá rannsóknarverkefninu um lýðræðislega stjórnarskrárgerð um sjónarmið þátttakenda og hvernig til tókst, líkurnar á því að takist að breyta stjórnarskránni, af hverju ekki var rætt um ákvæðið umnáttúruauðlindir á rökræðufundinum og hvort reynslan af þessari tilraun bendi til þess að rökræðukannanir virki í íslensku samhengi. 

4. Samráð verður að hafa áhrif

Hlaðvarpið ræðir við þátttakendur í rökræðufundinum um breytingar á stjórnarskránni um væntingar þeirra til þess hvort niðurstöður rökræðufundarins hafi einhver áhrif á fyrirhugaðar stjórnarskrárbreytingar og hvort að það hefur áhrif á vilja þeirra til að taka þátt í svipuðum hlutum í framtíðinni og til stjórnmálanna almennt. Það hvort að stjórnmálamennirnir hlusta fundinn hefur mikil áhrif, bæði á þátttökuvilja og viðhorf fólks til hefðbundinna stjórnmála almennt.

3. Hvernig breyttust skoðanir fólks?

230 Íslendingar sátu heila helgi og ræddu um breytingar á stjórnarskránni. Mikil umræða hefur um stjórnarskrána og frumvar Stjórnlagaráðs undanfarin ár og skiljanlega höfðu margir sterkar skoðanir fyrir. Þess vegna spurðum við þátttakendur á rökræðufundinum hvort þau skiptu um skoðun á einhverjum málefnum og ef þau skiptu ekki um skoðun hvort fólk taldi sig hafa betri forsendur fyrir skoðunum sínum eftir fundinn.

2. Samræður og sérfræðingar

Í þættinum ræðum við við þátttakendur í rökræðufundinum um stjórnarskrána um upplifun þeirra af því að sitja heila helgi og ræða við ókunnugt fólk um stjórnarskrárbreytingar? gegnu samræðurnar vel? Voru innlegg sérfræðingana sem fengnir voru til að svara spurningum þátttakenda gagnleg? Voru þeir óhlutdrægir? í fyrsta þættinum kynntumst við átta þátttakendum í rökræðufundinum og nú spyr Sævar Finnbogason þau þessu og því hvað kom þeim mest á óvart við fundinn.

1. Hvers vegna tók fólk þátt?

Hverskonar fólk er tilbúið til þess að sitja heila helgi frá morgni til kvölds að ræða við bláókunnugt fólk um stjórnarskrárbreytingar?
Er það fyrst og fremst fólk sem er fyrir virkt í stjórnmálum eða bara fólk eins og þú og ég?Sævar Finnbogason ræðir við átta þátttakendur í rökræðufundinum á um stjórnarskrárbreytingar sem haldinn dagana 8 og 9 nóvember 2019. Í fyrsta þættinum í þessari fimm þátta röð kynnumst við viðmælendunum og heyrum frá þeim hverju þeirra hvers vegna þau samþykktu að taka þátt í rökræðufundinum þegar þau voru dregin út í slembivalinu.

Þáttaröð 1

3. Þjóðfundurinn 2010 — seinni hluti: lærdómur til framtíðar?

Í þessum þætti ræðir Katrín Oddsdóttir við Lárus Ými Óskarsson, leikstjóra, og Bjarna Snæbjörn Jónsson, doktor í stjórnun og leiðtogafræðum, um stöðu og þróun lýðræðis meðal annars út frá íslenska stjórnarskrárferlinu

2. Þjóðfundurinn 2010 — fyrri hluti

Árið 2010 var haldinn þjóðfundur um þau gildi sem ættu að grundvalla nýja stjórnarskrá fyrir Ísland. Í þessum þætti ræðir Katrín Oddsdóttir við Lárus Ými Óskarsson og Bjarna Snæbjörn Jónsson, skipuleggjendur þjóðfundarins, um tilgang, aðferð og útkomu fundarins.

1. Björg Thorarensen ræðir um hvað einkennir góðar stjórnarskrár

Geta stjórnarskrár komið í veg fyrir spillingu? Hvað einkennir góðar  stjórnarskrár? Í þessum þætti ræðir Jón Ólafsson við Björgu Thorarensen  lagaprófessor, sem er einn þátttakenda í DCD rannsóknarverkefninu um  þessar spurningar og almennt um stjórnarskrár og  stjórnarskrárbreytingar

Enska hlaðvarpið

7. Maija Setälä  (Part 2):
Participation and long-term decision-making 

Is participatory deliberative democracy suited for long term decision-making? Maija Setälä and her colleagues are currently working with our regional government in south-east Finland where the goal is to involve citizens in long term planning for the region. The deliberations involve working with future scenarios and different types of participation including a citizen assembly. Can randomly selected citizens come up with good long-term policies or is that something only elected representatives can do?

6. Maija Setälä  (Part 1):
Citizen Assemblies and Constitutional Change in Ireland.

Referendums raise questions about voters’ access to reliable information and considered arguments in this age of social media and polarization. In this episode Sævar Finnbogason talks to professor Maija Setälä from the University of Turku, about Citizens Review panels and citizens initiatives. Maija and her colleagues recently carried out an experiment with a citizen’s review panel in Finland, based on the Oregon Citizens’ initiative review  (CIR) model. 

5. David Farrell (Part 2):
Can Citizen Assemblies strengthen democracy?

Citizen Assemblies and Deliberative Polls on various issues have been conducted in many countries all over the world and there is also growing interest in other forms of Sortition mini-publics. In the second part of our talk with professor David Farrell we discuss this development and the promise it might hold for the future.

4. David Farrell (Part 1):
Citizen Assemblies and Constitutional Change in Ireland.

Following the financial crisis of 2008 Iceland and Ireland embarked on constructional revisions. In the episode Sævar Finnbogason talks to professor David Farrell about the main differences between the two countries approaches. David is the project leader for the Irish Citizen Assembly and has advised the Irish government on all three citizen assemblies held in Ireland.

3. Lawrence Lessig (Part 2):
They don’t represent us!

In the second part of our conversation Larry talks about his new book, The Don’t Represent Us, which looks at the reasons for the crisis of democracy in America (and much of the Western World). What can be done? It seems clear that solving these problems will require significant constitutional changes.

2. Lawrence Lessig (Part 1):
The Icelandic constitutional process

Lawrence Lessig is an academic, attorney, and political activist. He is Professor of Law at Harvard Law School and well-known for his activism for net-neutrality and against Money In Politics We met with Lessig while he was in Iceland to give a talk on what the rest of the world can learn from the current crisis of democracy in America. In the first part of our talk we asked Larry why he became interested in the Icelandic constitutional process and what other Nations might learn from it.

1. Róbert Bjarnason CEO Citizens Foundation

Are online good deliberations and crowdsourcing on political issues possible? Seeing how things often work on Social Media it seems we need platforms designed specifically with that in mind. In the first episode of the DCD Podcast Jón Ólafsson speaks to Róbert Bjarnason from the Citizens Foundation, who have been designing software for online crowdsourcing and deliberations for a decade and is now facilitating online constitutional crowdsourcing in Iceland.

Rökræðukönnun

Kastljósinu beint að rökræðufundinum

Rökræðufundurinn um stjórnarskrárbreytingar fór fram í Laugardalshöll helgina 9. og 10. nóvember 2019, þar sem um 250 slembivaldir Íslendingar allstaðar af á landinu komu saman og ræddu um breytingar á stjórnarskrá lýðveldisins.

Rökræðufundur (e. deliberative meeting) er þungamiðjan í rökræðukönnunum. Þátttakendur svara spurningalista í upphafi fundar um þau málefni sem á að ræða á fundinum. Fundarformið byggir á aðferðum rökræðulýðræðis, þar sem þátttakendur taka þátt í umræðulotum milli þess sem sérfræðingar svara spurningum þátttakenda. Í lok fundarins svara þátttakendur aftur spurningalistanum. Þannig er hægt að fylgjast með því hvernig þátttakan í samræðum hefur breytt viðhorfum fólks. Niðurstöður rökræðukönnunarinnar um breytingar á stjórnarskránni liggja nú fyrir og ítarlega tölfræði yfir alla þætti hennar má nálgast hér.

Eins áhugaverð og þessi tölfræði er þá er það hvers vegna fólk skipti um skoðun og hvaða rök fólk færði fyrir skoðunum sínum það sem við í rannsóknarverkefninu um lýðræðislega stjórnarskrárgerð höfum meiri áhuga á að vita . Við höfum því legið yfir skjölum og upptökum frá umræðunum á fundinum og höfum tekið saman stutt yfirlit yfir umræðuna um hvert málefni fyrir sig. Einnig hefur hlaðvarpið tekið viðtöl við þátttakendur á fundinum sem veita einstaka innsýn í upplifun þátttakenda, hvers vegna fólk tekur þátt og væntingar þeirra til þess hvernig verði farið með niðurstöður fundarins.

  1. Embætti forseta Íslands
  2. Landsdómur og ákæruvald Alþingis
  3. Kjördæmaskipan, atkvæðavægi og persónukjör
  4. Þjóðaratkvæðagreiðslur og þjóðarfrumkvæði
  5. Ákvæði um breytingar á stjórnarskrá
  6. Alþjóðasamstarf og framsal valdheimilda

Myndir frá rökræðufundinum

Fundur fólks af öllu landinu

Rökræðufundurinn var hluti af rökræðukönnun sem haldin var í samvinnu við Center for Deliberative Democracy (CDD) við Stanford háskóla. Fólkið sem tók þátt í fundinum var hluti af úrtaki í stórri könnun Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands sem gerð var sumarið 2019 um afstöðu til nokkurra spurninga sem tengdust fyrirhuguðum breytingum á stjórnarskránni. Hluta þess hóps var síðan boðið að taka þátt í rökræðufundinum. Þar ræddu þátttakendur fyrirhugaðar stjórnarskrárbreytingar á jafningjagrundvelli, þar sem fólk mátti búast við að hitta fyrir fólk með afar ólíkar skoðanir. Fyrir fundinn fengu þátttakendur sent kynningarefni til þess að glöggva sig á viðfangsefnum fundarins og kanna möguleg rök með og á móti ýmsum tillögum.

Að sjá og skilja viðhorfsbreytingar

Þátttakendur svöruðu spurningakönnun í upphafi fundarins og svo aftur að fundi loknum á sunnudeginum. Markmið fundarins var meðal annars að skoða hvaða áhrif það hefði á skoðanir fólks að fá tækifæri til þess að kynna sér málin og ræða þau við aðra í sömu sporum. Í öðrum orðum, að leiða fram ígrundað almenningsálit.

Á rökræðufundinum sjálfum fóru umræður þátttakenda fram í 27 smærri hópum. Á milli umræðulotna gafst þátttakendum tækifæri til að spyrja sérfræðinga, á sviði meðal annars stjórnarskrárréttar, stjórnmálaheimspeki, stjórnmálafræði og sagnfræði, spurninga til að varpa ljósi á vafamál sem komu fram í umræðunum.

Rökræðukannanir eru byggðar á vísindalegum aðferðum sem gera það mögulegt að skoða og mæla breytingar á viðhorfum fólks til viðfangsefna. Hólfað slembival tryggir að úrtakið endurspegli kjósendur. Rökræður í anda rökræðulýðræðis og hlutlaust fræðsluefni, ásamt aðgengi að sérfræðingum á fundinum sjálfum, skapa skilyrði þar sem þátttakendur geta mótað sér ígrundaða afstöðu til viðfangsefnanna. 

Center for Deliberative Democracy undir forystu James Fishkin hefur langa reynslu af því að standa að rökræðukönnunum. Haldnar hafa verið 109 rökræðukannanir í 28 löndum um allan heim. Sú síðasta sem CDD stóð fyrir var „America in One Room“ sem fjallaði um nokkur af snúnustu viðfangsefnum bandarískra stjórnmála í dag. Helstu fjölmiðlar þar í landi hafa fjallað um könnunina, m.a. CNN og the New York Times.

Óvenjuleg blanda af lýðvistun og rökræðukönnun

Eitt af því sem hefur gert samráðsferli stjórnvalda óvenjulegt er það hvernig samráðsaðferðum á netinu, þ.e. lýðvistun (e. crowdsourcing), hefur verið blandað saman við rökræðukönnun. Lýðvistunin fór fram í gegnum samráðsvefinn Betra Ísland og var opin öllum. Fyrir utan það að hafa nýst rökræðukönnuninni mun sú hugmyndasöfnun og opna umræða sem þar fór fram áfram vera aðgengileg stjórnmálamönnum. 

Núverandi hugmyndir um stjórnarskrárbreytingar sækja eldivið sinn í þá miklu umræðu sem verið hefur í samfélaginu um stjórnarskrána á umliðnum árum. Fulltrúar allra flokka á Alþingi taka þátt í þessari endurskoðunarvinnu af hálfu Alþingis og þarf þingið að ná samstöðu um frumvörp um breytingar fyrir lok kjörtímabilsins. Samkvæmt núgildandi stjórnarskrá þurfa tvö þing með kosningum á milli að samþykkja frumvörpin til þess að þau fái gildi.

Forsagan

Nú meira en sjö árum eftir að frumvarp Stjórnlagaráðs dagaði uppi á Alþingi hefur ríkisstjórnin undir stjórn Katrínar Jakobsdóttur hrint af stað víðtæku almenningssamráði til þess að til þess að gera þarfar breytingar á núgildandi stjórnarskrá í anda þeirrar umræðu sem farið hefur fram í samfélaginu, og hefur meðal annars mótast af drögum Stjórnlagaráðs.

Þrátt fyrir að vinna Stjórnlagaráðs hafi farið fram fyrir opnum tjöldum og í miklu samráði við almenning, að undangegnum Þjóðfundi árið 2010 – og almenningur hafi verið spurður álits á frumvarpsdrögunum í ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu árið 2012 – komst málið ekki í gegn fyrir þingkosningarnar 2013. Síðan þá hefur engin ríkisstjórn tekið frumvarp Stjórnlagaráðs upp.

Í því ferli sem nú er í gangi hefur forsætisráðherra leitað til fræðasamfélagsins til þess að tryggja trúverðugleika samráðsferlisins. Einnig kemur sjálfstæð sameignarstofnun sem nefnist Citizens’ Foundation (eða Íbúar ses) að lýðvistunarhluta verkefnisins,  en stofnunin hefur meðal annars hannað og haldið utan um Betri Reykjavík og fleiri lýðvistunarverkefni. Lýðvistunin er einnig hluti af stærra rannsóknarverkefni á vegum rannsóknarverkefnisins Lýðræðisleg stjórnarskrárgerð.

Frekari upplýsingar:

Viðtal við Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra og Jón Ólafsson, prófessor um samráðsferlið

Kynningarefni til þátttakenda

Skýrsla með niðurstöðum viðhorfskönnunar af rökræðufundi, janúar 2020

Lokaskýrsla með niðurstöðum viðhorfskönnunar og greiningu umræðna, júní 2020

Niðurstöður upphafskönnunar

Center for Deliberative Democracy, (Tímalína um rökræðukannanir víðsvegar um heiminn)